Lífið

Glódís og Steinþór giftu sig á á Flateyri

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hjónin skrifuðu undir pappíra hjá sýslumanni Vestfjarða í gær.
Hjónin skrifuðu undir pappíra hjá sýslumanni Vestfjarða í gær. facebook/steinþór helgi

Marg­verð­launaða fim­leika­konan Gló­dís Guð­geirs­dóttir og at­hafna- og veitinga­maðurinn Stein­þór Helgi Arn­steins­son giftu sig á veitinga­staðnum Vagninum á Flat­eyri í gær.

Þau til­kynna þetta á Face­book í dag. Þau fengu sýslu­mann Vest­fjarða yfir á Flat­eyri og skrifuðu form­lega undir hjóna­pappírana hjá honum.

„Dagurinn var annars allur hinn besti. Ég svaf út, svitnaði smá í saununni, vann eitt­hvað og kíkti í eina báts­ferð áður en sjálf vígslan fór fram. Um kvöldið borðuðu við svo góðan mat og fórum í pöbb­kvis,“ segir Stein­þór Helgi á Face­book.

Veisla þeirra hjóna mun þó ekki fara fram fyrr en næsta sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.