Innlent

Rann­saka beina­leifar og muni sem fundust í Kömbunum

Atli Ísleifsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Tilkynning um fundinn barst lögreglu um kvöldmatarleytið í gær.
Tilkynning um fundinn barst lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Vísir/Vilhelm

Lögregla hefur nú til rannsóknar beinaleifar og ýmsa muni sem fundust í Kömbunum fyrir ofan Hveragerði í gær.

Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir of snemmt að segja til um hvort að um mannabein sé að ræða en að ljóst sé að beinin séu „mjög gömul“.

Oddur segir að beinin og munirnir sem fundust verði nú send tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar.

Hann segist ekki geta tjáð sig meira um málið að svo stöddu, né heldur hvers kyns munir fundust á staðnum. 

Ábending um fundinn barst lögreglu um kvöldmatarleytið í gærkvöldi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×