Innlent

Halda auka­þing­fund í dag svo kosningar geti farið fram með eðli­legum hætti

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Aukaþingfundurinn hefst klukkan 11 í dag.
Aukaþingfundurinn hefst klukkan 11 í dag. vísir/vilhelm

Þing­menn þurfa að gera hlé á sumar­fríi sínu og sækja auka­þing­fund sem verður haldinn í dag til að leið­rétta mis­tök sem gerð voru við með­ferð frum­varps við þing­lok.

Frum­varpið snýst um breytingar á lögum um starf­semi stjórn­mála­sam­taka og fram­bjóð­enda. Við þing­lok gleymdist að gera ráð fyrir á­kvæði um lista­bók­staf stjórn­mála­sam­taka. 

Ef lögin yrðu ekki löguð þýddi það að ekkert á­kvæði væri í gildi um lista­bók­stafi í fyrir komandi þingkosningar, 25. september.

Vísir greindi frá því að boðað yrði til fundarins í síðustu viku. Hann hefst klukkan 11 í dag en eftir há­degis­hlé, klukkan 13, verður einnig ó­undir­búinn fyrir­spurnar­tími á dag­skrá.

Til svara í ó­undir­búna fyrir­spurnar­tímanum verða for­sætis­ráð­herra, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, umhverfis-og auðlindaráðherra, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra og heilbrigðisráðherra.

Ljóst er að margir þing­menn eru staddir úti á landi í sumar­fríi. Því má búast við að mæting á fundinn í dag verði heldur dræm. Þó verður meiri­hluti þing­manna að mæta á fundinn til að þingið sé starf­hæft. Það eru 32 þing­menn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×