Innlent

Þyrlan tók slasaðan mótor­hjóla­mann með í baka­leiðinni

Árni Sæberg skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRO
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRO Landhelgisgæsla Íslands

Þyrla Landhelgisgæslunnar var við æfingar á Norðurlandi þegar útkall barst vegna mótorhjólaslyss á Hveravöllum.

Verið var að dæla eldsneyti á þyrluna á Akureyri í undirbúningi heimfarar til Reykjavíkur þegar útkallið barst.

Auðvelt var því fyrir áhöfn þyrlunnar að gera stutt stopp á Hveravöllum til að sækja slasaða mótorhjólamanninn.

Manninum var komið undir læknishendur á Landspítalanum rétt fyrir klukkan sjö í kvöld.

Starfsmaður Landhelgisgæslunnar gat lítið gefið upp um líðan mannsins en sagði þó að ekki hafi verið um meiriháttar slys að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×