Páll segir skipun Kristjáns Þórs hafa skaðað Sjálfstæðisflokkinn Snorri Másson skrifar 3. júlí 2021 12:49 Páll Magnússon hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fimm ár, er að kveðja pólitíkina - og skrifar nú tæpitungulaust um stöðu flokksins. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu að það hafi verið sjálfskaparvíti að gera Kristján Þór Júlíusson að sjávarútvegsráðherra. Hægt hefði verið að komast hjá því að valda grunsemdum um hagsmunaárekstra með því að sleppa því. „Það er oftast erfitt að eiga við þokukenndar og viðvarandi grunsemdir um hagsmunaárekstur – en óþarfi fyrir forystu flokksins að beinlínis hella olíu á þær glóðir,“ skrifar Páll og vísar þar til tengsla ráðherrans við Samherja. „Það er auðvitað hreint sjálfskaparvíti forystu flokksins að hafa ekki valið þeim mæta manni annað ráðuneyti en einmitt þetta. Þessi ráðstöfun hefur skaðað Sjálfstæðisflokkinn og ráðherrann sjálfan – og skemmt fyrir þeirri viðleitni að skapa meiri sátt um sjávarútveginn.“ Bjarni stundaði þau viðskipti sem hann stundaði Páll fer annars hörðum orðum um ástand mála innan Sjálfstæðisflokksins í greininni og segir hann glíma við trúverðugleikabrest. Auk Kristjáns Þórs fjallar Páll sérstaklega um grunsemdir fólks um hagsmunaárekstra Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, sem hann hafi mátt þola vegna eigin umsvifa í viðskipta lífinu og afskrifta og aflandsreikninga. „Segja má að í tilviki fjármálaráðherra sé lítið við því að gera; hann stundaði þau viðskipti sem hann stundaði – sama gerðu aðrir í hans fjölskyldu – svo gera menn bara upp við sig hvort þeir treysta honum eða ekki. Og flestir Sjálfstæðismenn treysta honum og hafa kosið sér hann sem formann hvað eftir annað,“ skrifar Páll. Páll bendir loks á að undir forystu Geirs Hallgrímssonar og Davíðs Oddssonar hafi meðtalsfylgið verið í kringum 37% en frá því að Bjarni Benediktsson hafi tekið við keflinu hafi það verið í kringum 26%. Páll hefur setið á þingi fyrir flokkinn í fimm ár en var á sínum tíma ekki gerður að ráðherra, þrátt fyrir að hafa leitt listann í Suðurkjördæmi. Hann er ekki í framboði til Alþingis í haust. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
„Það er oftast erfitt að eiga við þokukenndar og viðvarandi grunsemdir um hagsmunaárekstur – en óþarfi fyrir forystu flokksins að beinlínis hella olíu á þær glóðir,“ skrifar Páll og vísar þar til tengsla ráðherrans við Samherja. „Það er auðvitað hreint sjálfskaparvíti forystu flokksins að hafa ekki valið þeim mæta manni annað ráðuneyti en einmitt þetta. Þessi ráðstöfun hefur skaðað Sjálfstæðisflokkinn og ráðherrann sjálfan – og skemmt fyrir þeirri viðleitni að skapa meiri sátt um sjávarútveginn.“ Bjarni stundaði þau viðskipti sem hann stundaði Páll fer annars hörðum orðum um ástand mála innan Sjálfstæðisflokksins í greininni og segir hann glíma við trúverðugleikabrest. Auk Kristjáns Þórs fjallar Páll sérstaklega um grunsemdir fólks um hagsmunaárekstra Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, sem hann hafi mátt þola vegna eigin umsvifa í viðskipta lífinu og afskrifta og aflandsreikninga. „Segja má að í tilviki fjármálaráðherra sé lítið við því að gera; hann stundaði þau viðskipti sem hann stundaði – sama gerðu aðrir í hans fjölskyldu – svo gera menn bara upp við sig hvort þeir treysta honum eða ekki. Og flestir Sjálfstæðismenn treysta honum og hafa kosið sér hann sem formann hvað eftir annað,“ skrifar Páll. Páll bendir loks á að undir forystu Geirs Hallgrímssonar og Davíðs Oddssonar hafi meðtalsfylgið verið í kringum 37% en frá því að Bjarni Benediktsson hafi tekið við keflinu hafi það verið í kringum 26%. Páll hefur setið á þingi fyrir flokkinn í fimm ár en var á sínum tíma ekki gerður að ráðherra, þrátt fyrir að hafa leitt listann í Suðurkjördæmi. Hann er ekki í framboði til Alþingis í haust.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira