Lífið

Johnny Depp og Amber Heard semja loks endanlega um skilnað

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Amber Heard ásakaði Johnny Depp um heimilisofbeldi gegn sér.
Amber Heard ásakaði Johnny Depp um heimilisofbeldi gegn sér. vísir/getty

Gengið hefur verið frá skilnaði leikarans Johnny Depp og leikkonunnar Amber Heard. Hjúin fyrrverandi skildu að borði og sæng í maí á síðasta ári. Depp féllst á að greiða Heard 7 milljónir dala, eða tæpar 800 milljónir íslenskra króna. Heard hefur lýst því yfir að hún ætli sér að gefa góðgerðarsamtökum féð. Sáttir náðust að mestu leyti í ágúst á síðasta ári en lögmenn greindi á um hvort Depp ætti að greiða Heard féð eða hvort heppilegra væri að greiða góðgerðarsamtökunum beint. Heard fær að halda hundum parsins, þeim Pistol og Boo.

Heard og Depp við réttarhöld í fyrra.vísir/getty

Gengið hefur á ýmsu frá því að slitnaði upp úr sambandinu en Heard hefur meðal annars sakað Depp um heimilisofbeldi. Hann hefur þó alltaf neitað. Henni tókst þó að fá nálgunarbann á leikarann síðasta vor. Hún hefur tjáð sig opinskátt um ofbeldið en hún deildi jafnframt myndbandi þar sem Depp sést taka brjálæðiskast á heimili þeirraLögmaður Depp sagði fyrir rétti að hann teldi ásakanir Heard tilraun til þess að tryggja sér hærri peningaupphæð við skilnaðinn. Að sögn lögreglu var ekki hægt að sanna að Depp hefði beitt Heard ofbeldi.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.