Lífið

Biður að­dá­endur sína af­sökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“

Atli Ísleifsson skrifar
Britney Spears á tónleikum árið 2016.
Britney Spears á tónleikum árið 2016. Getty

Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið.

Frá þessu segir söngkonan í færslu á Instagram, en Spears mætti fyrir dómara á miðvikudag og krafðist þess endur­heimta sjálf­ræði sitt. 

Faðir hennar, Jamie Spears, hefur haft forræði yfir fjárhag og einkalífi söngkonunnar í einhver þrettán ár, eða frá því að hún var nauðungar­vistuð á geð­deild árið 2008 eftir að hafa fengið tauga­á­fall.

Söngkonan segir að fyrirkomulagið feli meðal annars í sér að hún verði að notast við getnaðarvarnir og komi í veg fyrir að hún geti gifst kærasta sínum.

Í færslunni segir Spears að hún hafi ekki rætt málið áður vegna „stolts“. „Ég er að vekja athygli fólks á þessu þar sem ég vil ekki að það haldi að líf mitt sé fullkomið þar sem svo er alls ekki, og ef þið hafið lesið eitthvað um mig í fréttum í vikunni, þá vitið þið virkilega að það er það alls ekki.“

Hún bað aðdáendur sína sömuleiðis afsökunar fyrir að hafa falið sannleikann fyrir þeim. „Ég gerði það vegna stolts míns og ég skammaðist mín fyrir hvað kom fyrir mig,“ sagði Spears.

Söngkonan sagði í 23 mínútna ræðu sinni fyrir dómara á miðvikudag, að hún hafi verið í afneitun í öll þessu ár. „Ég hef verið í losti. Ég er í áfalli. […] Ég vil bara líf mitt aftur.“

Jamie Spears, faðir hennar, svaraði því svo til að hann hafi ávallt haft hagsmuni hennar að leiðarljósi.


Tengdar fréttir

„Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“

Brit­n­ey Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opin­ber­lega um líf sitt undir á­kvörðunar­valdi föður síns frá því að hún var svipt sjálf­ræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endur­heimta sjálf­ræði sitt.

Brit­n­ey segist hrædd við pabba sinn og vill sjálf­ræði

Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×