Innlent

Könnun Maskínu: Hvorki Flokkur fólksins né Sósíal­ista­flokkurinn á þing

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Könnunin var tekin á dögunum 14. til 22. júní.
Könnunin var tekin á dögunum 14. til 22. júní.

Hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkur Íslands næðu inn á þing samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Flokkarnir mælast báðir með ríflega fjögurra prósenta fylgi.

Allir ríkisstjórnarflokkarnir bæta við sig fylgi í könnunni. Sjálfstæðisflokkurinn bætir mest við sig, tveimur prósentustigum, og mælist nú með 24% fylgi. Vinstri græn mælast með 15% og Framsókn með ríflega 11%.

Fylgi Samfylkingar og Viðreisnar er nánast hnífjafnt í rúmum 12%. Píratar bæta aðeins við sig og eru með tæp 12%. Fylgi Miðflokksins dregst hins vegar saman um tæp tvö prósentustig og mælist 5%.


Uppfært: Grafíkin sem birtist í fréttum á Stöð 2 í gær var röng. Þar var niðurstöðum flokka í kosningunum 2017 ruglað saman. Fréttastofa biðst velvirðingar á þessu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×