Eins og fullur kakkalakki hafi hannað þetta barnalega svindl Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2021 17:01 Barnalegur svindlarinn fékk það óþvegið þegar hann knúði dyra hjá Flosa Þorgeirssyni, sem hundskammaði mannfýluna. Flosi Þorgeirsson sagnfræðingur og tónlistarmaður lét netsvikahrapp heyra það í grjóthörðu svari. „Salam Khan en heitir samt Davíð Mckey?“ svarar Flosi allöngu bréfi sem honum barst í Facebook-skilaboðum en um er að ræða augljósa svikastarfsemi; hvar gert er út á hrekklausa netverja. Flosi, sem birtir samskipti sín við Salam Khan/Davíð Mckay, segir að þó freistandi sé að hæðast að hrekklausum sálum sem falla fyrir slíku svindli og svínaríi sé vænlegra að beina fyrirlitningu sinni að illmennunum sjálfum en þeim sem vilja trúa á hið góða í náunganum. Og það sé svo að slíkir svindlarar hafi haft 70 milljónir af Íslendingum á síðasta ár. Trúr þeirri sannfæringu sinni tekur Flosi í rassinn á svikahrappnum. Bréf Khan/Mckay hefst innvirðulega: „Sæll Flosi Þorgeirsson, Ég er herra David Mckay, frá Toronto, Kanada. Ég er forseti og forstjóri KONUNGSBANKA KANADA.“ Og svo tekur við vaðall um hversu þakklátur hann sé fyrir að vegir þeirra hafi legið saman og er Salam, sem kynnir sig sem David Mckay, sannfærður um að þar hafi vilji Guðs ráðið. „Ég skrifa til þín varðandi mann / ríkisborgara frá þínu landi, herra Alex Þorgeirsson, sem var eigandi gullnámufyrirtækis hér í Kanada og einnig einn stærsti hluthafi í bannkanum okkar, KONUNGSBANKI KANADA.“ Framhaldið er kunnuglegt flestum þeim sem eru á netinu og hafa fengið slík bréf þar sem stuðst er við frumstæð þýðingaforrit, en svo virðist sem slíkt hafi verið að færast í aukana að undanförnu. Flosi birtir skjáskot af samskiptum þeirra á Facebooksíðu sinni. Flosi lætur Salam heyra það í stuttu svari. Segir ráðlegt að kynna sér siði landa þar sem ætlunin sé að hafa peninga af fólki. „Íslendingar nota ekki ættarnöfn svo þetta „Þorgeirsson“ dæmi þitt er alveg mislukkað. Ég á ekki orð yfir ykkur glæpamenn. Eruð þið ekki einu sinni með tveggja stafa IQ!? Dag eftir dag fæ ég skilaboð frá fólki sem er að reyna eitthvað barnalegt svindl, svo illa hugsað og útfært að það er eins og fullur kakkalakki hafi hannað það,“ segir Flosi. Og kveður manninn við það sama. Netglæpir Samfélagsmiðlar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
„Salam Khan en heitir samt Davíð Mckey?“ svarar Flosi allöngu bréfi sem honum barst í Facebook-skilaboðum en um er að ræða augljósa svikastarfsemi; hvar gert er út á hrekklausa netverja. Flosi, sem birtir samskipti sín við Salam Khan/Davíð Mckay, segir að þó freistandi sé að hæðast að hrekklausum sálum sem falla fyrir slíku svindli og svínaríi sé vænlegra að beina fyrirlitningu sinni að illmennunum sjálfum en þeim sem vilja trúa á hið góða í náunganum. Og það sé svo að slíkir svindlarar hafi haft 70 milljónir af Íslendingum á síðasta ár. Trúr þeirri sannfæringu sinni tekur Flosi í rassinn á svikahrappnum. Bréf Khan/Mckay hefst innvirðulega: „Sæll Flosi Þorgeirsson, Ég er herra David Mckay, frá Toronto, Kanada. Ég er forseti og forstjóri KONUNGSBANKA KANADA.“ Og svo tekur við vaðall um hversu þakklátur hann sé fyrir að vegir þeirra hafi legið saman og er Salam, sem kynnir sig sem David Mckay, sannfærður um að þar hafi vilji Guðs ráðið. „Ég skrifa til þín varðandi mann / ríkisborgara frá þínu landi, herra Alex Þorgeirsson, sem var eigandi gullnámufyrirtækis hér í Kanada og einnig einn stærsti hluthafi í bannkanum okkar, KONUNGSBANKI KANADA.“ Framhaldið er kunnuglegt flestum þeim sem eru á netinu og hafa fengið slík bréf þar sem stuðst er við frumstæð þýðingaforrit, en svo virðist sem slíkt hafi verið að færast í aukana að undanförnu. Flosi birtir skjáskot af samskiptum þeirra á Facebooksíðu sinni. Flosi lætur Salam heyra það í stuttu svari. Segir ráðlegt að kynna sér siði landa þar sem ætlunin sé að hafa peninga af fólki. „Íslendingar nota ekki ættarnöfn svo þetta „Þorgeirsson“ dæmi þitt er alveg mislukkað. Ég á ekki orð yfir ykkur glæpamenn. Eruð þið ekki einu sinni með tveggja stafa IQ!? Dag eftir dag fæ ég skilaboð frá fólki sem er að reyna eitthvað barnalegt svindl, svo illa hugsað og útfært að það er eins og fullur kakkalakki hafi hannað það,“ segir Flosi. Og kveður manninn við það sama.
Netglæpir Samfélagsmiðlar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira