Innlent

Þórólfur hefur skilað nýjum tillögum um aðgerðir innanlands

Snorri Másson skrifar
Þórólfur Guðnason skilaði tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær.
Þórólfur Guðnason skilaði tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær. Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um breytingar á samkomutakmörkunum innanlands. Ætla má að ríkisstjórnin ræði þær á fundi sínum í fyrramálið.

Það er vika eftir af júní og þar með af fresti stjórnvalda til að aflétta öllum samkomutakmörkunum innanlands ef marka má afléttingaráætlun heilbrigðisráðuneytisins, sem kynnt var í apríl.

Mbl.is greindi frá tillögunum nýju.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt að enn sé stefnt að því að aflétta öllum takmörkunum í lok mánaðar.

Þórólfur hefur ekki viljað tjá sig um efni tillagna sinna. Enn eru í gildi takmarkanir á samkomum innanlands, svo sem grímuskylda á sitjandi viðburðum, 300 manna hámark leyfilegs fjölda og skertir afgreiðslutímar á skemmtistöðum.


Tengdar fréttir

Af­nema á­kvæði um for­gangs­röðun við bólu­setningu

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fella úr gildi ákvæði reglugerðar sem kveður á um forgangshópa. Samkvæmt áætlun eiga allir þeir sem skilgreindir eru í forgangshópum að vera búnir að fá boð í bólusetningu í lok þessarar viku.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.