„Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. júní 2021 22:19 Britney Spears staðfesti í dag það sem margir aðdáendur hennar hafa lengi haldið fram. AP/Chris Pizzello Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. „Það er mín ósk og minn draumur að þetta taki enda,“ sagði söngkonan í máli sínu fyrir dómaranum. Þar staðfesti hún það sem margir aðdáendur hennar hafa haldið fram um nokkurt skeið; að henni líði hræðilega undir valdi föður síns, valdi sem hún telur hann misnota í sífellu. Britney var svipt sjálfræði eftir að hún var nauðungarvistuð á geðdeild árið 2008 eftir að hafa fengið taugaáfall. Svo reið að það nær engri átt „Ég hef logið því að öllum heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ sagði Britney við dómarann í dag. Hún hafi verið í afneitun hingað til og talið sér trú um að ef hún segði sjálfri sér nógu oft að henni liði vel færi henni að gera það. „Ég er í losti og áfalli. Ég er svo reið að það nær engri átt.“ Hún segir að hún hafi ekki vitað fyrr af þeim möguleika að sækja um það hjá dómara að hljóta sjálfræði sitt aftur og henni hafi verið sagt að til að gera það þyrfti hún að gangast undir mat geðlækna. „Ég er hrædd við fólk. Ég treysti ekki fólki eftir það sem ég hef gengið í gegn um,“ sagði söngkonan til að skýra það að hún hafi ekki viljað gangast undir annað geðmat. Hún bað dómarann um að veita henni sjálfræði sitt aftur án þess að þurfa að vera metin aftur af læknum. Fær ekki að fjarlægja lykkjuna „Það er ekki í lagi að neyða mig til að gera hluti sem ég vil ekki gera… Ég trúi því raunverulega að þetta fyrirkomulag sé misþyrmandi. Mér líður ekki eins og ég geti lifað lífinu til fulls.“ Hún sagðist þá vilja giftast og eignast börn en að hún sé með lykkjuna og fái ekki leyfi frá föður sínum til að láta lækni fjarlægja hana. Lykkjan er langtímagetnaðarvörn sem er komið fyrir í legi kvenna. Britney á kærasta, leikarann Sam Asghari, en hún segist til dæmis vilja fá að ráða því sjálf hvort hún fari með honum í bæjarferð eða ekki. Hún vill þá draga úr þeirri sálfræðimeðferð sem hún hlýtur vikulega. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46 Britney Spears varð ekki að ósk sinni Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar. 11. nóvember 2020 07:16 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Sjá meira
„Það er mín ósk og minn draumur að þetta taki enda,“ sagði söngkonan í máli sínu fyrir dómaranum. Þar staðfesti hún það sem margir aðdáendur hennar hafa haldið fram um nokkurt skeið; að henni líði hræðilega undir valdi föður síns, valdi sem hún telur hann misnota í sífellu. Britney var svipt sjálfræði eftir að hún var nauðungarvistuð á geðdeild árið 2008 eftir að hafa fengið taugaáfall. Svo reið að það nær engri átt „Ég hef logið því að öllum heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ sagði Britney við dómarann í dag. Hún hafi verið í afneitun hingað til og talið sér trú um að ef hún segði sjálfri sér nógu oft að henni liði vel færi henni að gera það. „Ég er í losti og áfalli. Ég er svo reið að það nær engri átt.“ Hún segir að hún hafi ekki vitað fyrr af þeim möguleika að sækja um það hjá dómara að hljóta sjálfræði sitt aftur og henni hafi verið sagt að til að gera það þyrfti hún að gangast undir mat geðlækna. „Ég er hrædd við fólk. Ég treysti ekki fólki eftir það sem ég hef gengið í gegn um,“ sagði söngkonan til að skýra það að hún hafi ekki viljað gangast undir annað geðmat. Hún bað dómarann um að veita henni sjálfræði sitt aftur án þess að þurfa að vera metin aftur af læknum. Fær ekki að fjarlægja lykkjuna „Það er ekki í lagi að neyða mig til að gera hluti sem ég vil ekki gera… Ég trúi því raunverulega að þetta fyrirkomulag sé misþyrmandi. Mér líður ekki eins og ég geti lifað lífinu til fulls.“ Hún sagðist þá vilja giftast og eignast börn en að hún sé með lykkjuna og fái ekki leyfi frá föður sínum til að láta lækni fjarlægja hana. Lykkjan er langtímagetnaðarvörn sem er komið fyrir í legi kvenna. Britney á kærasta, leikarann Sam Asghari, en hún segist til dæmis vilja fá að ráða því sjálf hvort hún fari með honum í bæjarferð eða ekki. Hún vill þá draga úr þeirri sálfræðimeðferð sem hún hlýtur vikulega.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46 Britney Spears varð ekki að ósk sinni Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar. 11. nóvember 2020 07:16 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Sjá meira
Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46
Britney Spears varð ekki að ósk sinni Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar. 11. nóvember 2020 07:16