„Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. júní 2021 22:19 Britney Spears staðfesti í dag það sem margir aðdáendur hennar hafa lengi haldið fram. AP/Chris Pizzello Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. „Það er mín ósk og minn draumur að þetta taki enda,“ sagði söngkonan í máli sínu fyrir dómaranum. Þar staðfesti hún það sem margir aðdáendur hennar hafa haldið fram um nokkurt skeið; að henni líði hræðilega undir valdi föður síns, valdi sem hún telur hann misnota í sífellu. Britney var svipt sjálfræði eftir að hún var nauðungarvistuð á geðdeild árið 2008 eftir að hafa fengið taugaáfall. Svo reið að það nær engri átt „Ég hef logið því að öllum heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ sagði Britney við dómarann í dag. Hún hafi verið í afneitun hingað til og talið sér trú um að ef hún segði sjálfri sér nógu oft að henni liði vel færi henni að gera það. „Ég er í losti og áfalli. Ég er svo reið að það nær engri átt.“ Hún segir að hún hafi ekki vitað fyrr af þeim möguleika að sækja um það hjá dómara að hljóta sjálfræði sitt aftur og henni hafi verið sagt að til að gera það þyrfti hún að gangast undir mat geðlækna. „Ég er hrædd við fólk. Ég treysti ekki fólki eftir það sem ég hef gengið í gegn um,“ sagði söngkonan til að skýra það að hún hafi ekki viljað gangast undir annað geðmat. Hún bað dómarann um að veita henni sjálfræði sitt aftur án þess að þurfa að vera metin aftur af læknum. Fær ekki að fjarlægja lykkjuna „Það er ekki í lagi að neyða mig til að gera hluti sem ég vil ekki gera… Ég trúi því raunverulega að þetta fyrirkomulag sé misþyrmandi. Mér líður ekki eins og ég geti lifað lífinu til fulls.“ Hún sagðist þá vilja giftast og eignast börn en að hún sé með lykkjuna og fái ekki leyfi frá föður sínum til að láta lækni fjarlægja hana. Lykkjan er langtímagetnaðarvörn sem er komið fyrir í legi kvenna. Britney á kærasta, leikarann Sam Asghari, en hún segist til dæmis vilja fá að ráða því sjálf hvort hún fari með honum í bæjarferð eða ekki. Hún vill þá draga úr þeirri sálfræðimeðferð sem hún hlýtur vikulega. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46 Britney Spears varð ekki að ósk sinni Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar. 11. nóvember 2020 07:16 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
„Það er mín ósk og minn draumur að þetta taki enda,“ sagði söngkonan í máli sínu fyrir dómaranum. Þar staðfesti hún það sem margir aðdáendur hennar hafa haldið fram um nokkurt skeið; að henni líði hræðilega undir valdi föður síns, valdi sem hún telur hann misnota í sífellu. Britney var svipt sjálfræði eftir að hún var nauðungarvistuð á geðdeild árið 2008 eftir að hafa fengið taugaáfall. Svo reið að það nær engri átt „Ég hef logið því að öllum heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ sagði Britney við dómarann í dag. Hún hafi verið í afneitun hingað til og talið sér trú um að ef hún segði sjálfri sér nógu oft að henni liði vel færi henni að gera það. „Ég er í losti og áfalli. Ég er svo reið að það nær engri átt.“ Hún segir að hún hafi ekki vitað fyrr af þeim möguleika að sækja um það hjá dómara að hljóta sjálfræði sitt aftur og henni hafi verið sagt að til að gera það þyrfti hún að gangast undir mat geðlækna. „Ég er hrædd við fólk. Ég treysti ekki fólki eftir það sem ég hef gengið í gegn um,“ sagði söngkonan til að skýra það að hún hafi ekki viljað gangast undir annað geðmat. Hún bað dómarann um að veita henni sjálfræði sitt aftur án þess að þurfa að vera metin aftur af læknum. Fær ekki að fjarlægja lykkjuna „Það er ekki í lagi að neyða mig til að gera hluti sem ég vil ekki gera… Ég trúi því raunverulega að þetta fyrirkomulag sé misþyrmandi. Mér líður ekki eins og ég geti lifað lífinu til fulls.“ Hún sagðist þá vilja giftast og eignast börn en að hún sé með lykkjuna og fái ekki leyfi frá föður sínum til að láta lækni fjarlægja hana. Lykkjan er langtímagetnaðarvörn sem er komið fyrir í legi kvenna. Britney á kærasta, leikarann Sam Asghari, en hún segist til dæmis vilja fá að ráða því sjálf hvort hún fari með honum í bæjarferð eða ekki. Hún vill þá draga úr þeirri sálfræðimeðferð sem hún hlýtur vikulega.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46 Britney Spears varð ekki að ósk sinni Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar. 11. nóvember 2020 07:16 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Það var enginn með henni í liði Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál. 14. mars 2021 20:46
Britney Spears varð ekki að ósk sinni Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar. 11. nóvember 2020 07:16