Mælirinn fullur hjá eitt þúsund læknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2021 14:02 Undirskriftirnar afhentar fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í Skógarhlíð. GAG „Mælirinn hjá öllum er fullur,“ sagði Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir við fjölmiðla rétt áður en læknar afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftalista 985 lækna í morgun. Fulltrúi lækna vonast til að skrið komist á málið eftir fund með aðstoðarmanni ráðherra. Læknarnir vísa allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála á stjórnvöld. Þeir krefjast þess að stjórnmálamenn og embættismenn á Íslandi axli loksins þá ábyrgð sem þeim ber. Theódór Skúli Sigurðsson, Steinunn Þórðardóttir, Berglind Bergmann og Jón Magnús Kristjánsson afhentu þeim Ástu Valdimarsdóttur, ráðuneytisstjóra, og Birgi Jakobssyni, fyrrum landlækni og nú aðstoðarmanni ráðherra, undirskriftirnar við anddyri heilbrigðisráðuneytisins. Ráðherra upptekin í öðru Fjallað er um afhendinguna á vef Læknafélags Íslands þar sem segir að spurt hafi verið hvers vegna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi ekki veitt undirskriftunum móttök. „Hún er upptekin í öðru,“ svaraði Ásta. Birgir hafi svo boðað fulltrúa læknanna á fund í kjölfar afhendingarinnar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra átti ekki heimangengt á fundinn.Vísir/vilhelm Læknarnir fjórir fagna samstöðu lækna og segja hana sjaldan eða aldrei hafa verið meiri en nú. Enn séu undirskriftir að berast. Þúsund undirskrifta múrinn hafi verið rofinn. Þær séu vitnisburður um erfiða stöðu í íslensku heilbrigðiskerfi. Vona að skilaboð nái eyrum ráðherra Eftir fund læknanna fjögurra með Birgi sagði Theódór að farið hefði verið yfir áskorunina til stjórnvalda, embættismanna og stjórnmálamanna. „Við vonum að skilaboðin nái til ráðherra,“ sagði hann við fjölmiðla eftir fundinn með Birgi Jakobssyni. Setja þyrfti á ferli til að bæta stöðuna í heilbrigðiskerfinu; þá sérstaklega með fókus á öldrunarmál og Landspítala. Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri og Birgir Jakobsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.GAG Öldrunarmál, vandamál Landspítala, öryggismál heilbrigðisstarfsfólks og heilsugæslan, sem og samskipti sérfræðinga og lækna sem starfi utan spítalans hafi verið meðal umræðuefna á fundinum. „Við bjóðumst til samstarfs til að leggja okkar lóð á vogarskálarnar við að leysa úr því sem á bjátar innan kerfisins. Við vonum að boð okkar verði þegið og að haft verði við okkur samráð.“ Berglind Bergmann, varaformaður Félags almennra lækna, segir spurð að fyrirfram hefði hún ekki búist við þessum miklu undirtektum lækna. Steinunn og Theodór með undirskriftarlistana fyrir afhendingu.GAG „En nú þegar þetta hefur raungerst kemur þetta mér alls ekki á óvart,“ segir Berglind. Læknar séu ósáttir við margt. „Við erum ítrekað að upplifa að við teljum okkur hafa góðar lausnir og geta komið að borðinu og hjálpað en það er eins og enginn hlusti á okkur,“ segir hún. Þá hafi margir miklar áhyggjur af ábyrgð sinni komi upp atvik í þjónustunni nú þegar undirmönnunin, eins og á bráðamóttökunni, sé svona mikil. „Okkur finnst við ekki geta þjónað sjúklingum okkar með þeirri getu sem við búum yfir vegna ytri aðstæðna. Við erum hugsi yfir réttarstöðu okkar og hver beri ábyrgðina þegar ytri aðstæður gera þetta að verkum. Við erum ítrekað að benda á þetta en enginn hlustar,“ sagði hún eftir fundinn með aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra. Fara þurfi yfir málið með yfirvöldum, þar með talið landlækni, sem sé mjög vel að sér í málinu. „Ég hef fulla trú á að við getum leyst þessi mál en það þarf að fara í þau af alvöru og vinna þetta saman. Þetta er eitt af því sem við ræddum núna við Birgi og hann tók vel í það.“ Ástandið verst á bráðamóttökunni Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsuvernd og fyrrum yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala, segir að hann hafi ekki aðeins áhyggjur bráðamóttökunni heldur af stöðu Landspítala í heild. „Mitt hjarta tengist enn þá mest bráðamóttökunni. Ástandið þar er vont. Það er gríðarleg áhætta þegar starfsfólk er farið að segja upp og hætta. Það hefur gjarnan ruðningsáhrif og fleiri heltast úr lestinni,“ segir hann. Theódór segist sáttur við fundinn með Birgi. „Ég vonast til að skrið komist á málin.“ Leysa þurfi vandann. „Ég vona að við hættum að setja plástra á sárin og við finnum varanlegar lausnir.“ Yfirlýsingu læknanna má sjá að neðan. Til stjórnmálamanna á Íslandi Íslenskir læknar mótmæla langdregnu sinnuleysi stjórnvalda í garð heilbrigðiskerfisins. Ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafa verið svikin. Ábyrgð stjórnmálamanna og embættismanna virðist lítil sem engin á Íslandi og heilbrigðisstarfsmenn endurtekið látnir bera alla ábyrgð á alvarlegum atvikum innan heilbrigðiskerfsins. Heilbrigðisstarfsmenn hafa oft stigið fram og látið í ljós áhyggjur sínar yfir þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í heilbrigðismálum. Íslensk stjórnvöld hafa valið að hlusta ekki á raddir heilbrigðisstarfsfólks. Íslenskir læknar vísa því allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála á stjórnvöld og krefjast þess að stjórnmálamenn og embættismenn á Íslandi fari loksins að axla þá ábyrgð sem þeim ber. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Læknarnir vísa allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála á stjórnvöld. Þeir krefjast þess að stjórnmálamenn og embættismenn á Íslandi axli loksins þá ábyrgð sem þeim ber. Theódór Skúli Sigurðsson, Steinunn Þórðardóttir, Berglind Bergmann og Jón Magnús Kristjánsson afhentu þeim Ástu Valdimarsdóttur, ráðuneytisstjóra, og Birgi Jakobssyni, fyrrum landlækni og nú aðstoðarmanni ráðherra, undirskriftirnar við anddyri heilbrigðisráðuneytisins. Ráðherra upptekin í öðru Fjallað er um afhendinguna á vef Læknafélags Íslands þar sem segir að spurt hafi verið hvers vegna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi ekki veitt undirskriftunum móttök. „Hún er upptekin í öðru,“ svaraði Ásta. Birgir hafi svo boðað fulltrúa læknanna á fund í kjölfar afhendingarinnar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra átti ekki heimangengt á fundinn.Vísir/vilhelm Læknarnir fjórir fagna samstöðu lækna og segja hana sjaldan eða aldrei hafa verið meiri en nú. Enn séu undirskriftir að berast. Þúsund undirskrifta múrinn hafi verið rofinn. Þær séu vitnisburður um erfiða stöðu í íslensku heilbrigðiskerfi. Vona að skilaboð nái eyrum ráðherra Eftir fund læknanna fjögurra með Birgi sagði Theódór að farið hefði verið yfir áskorunina til stjórnvalda, embættismanna og stjórnmálamanna. „Við vonum að skilaboðin nái til ráðherra,“ sagði hann við fjölmiðla eftir fundinn með Birgi Jakobssyni. Setja þyrfti á ferli til að bæta stöðuna í heilbrigðiskerfinu; þá sérstaklega með fókus á öldrunarmál og Landspítala. Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri og Birgir Jakobsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.GAG Öldrunarmál, vandamál Landspítala, öryggismál heilbrigðisstarfsfólks og heilsugæslan, sem og samskipti sérfræðinga og lækna sem starfi utan spítalans hafi verið meðal umræðuefna á fundinum. „Við bjóðumst til samstarfs til að leggja okkar lóð á vogarskálarnar við að leysa úr því sem á bjátar innan kerfisins. Við vonum að boð okkar verði þegið og að haft verði við okkur samráð.“ Berglind Bergmann, varaformaður Félags almennra lækna, segir spurð að fyrirfram hefði hún ekki búist við þessum miklu undirtektum lækna. Steinunn og Theodór með undirskriftarlistana fyrir afhendingu.GAG „En nú þegar þetta hefur raungerst kemur þetta mér alls ekki á óvart,“ segir Berglind. Læknar séu ósáttir við margt. „Við erum ítrekað að upplifa að við teljum okkur hafa góðar lausnir og geta komið að borðinu og hjálpað en það er eins og enginn hlusti á okkur,“ segir hún. Þá hafi margir miklar áhyggjur af ábyrgð sinni komi upp atvik í þjónustunni nú þegar undirmönnunin, eins og á bráðamóttökunni, sé svona mikil. „Okkur finnst við ekki geta þjónað sjúklingum okkar með þeirri getu sem við búum yfir vegna ytri aðstæðna. Við erum hugsi yfir réttarstöðu okkar og hver beri ábyrgðina þegar ytri aðstæður gera þetta að verkum. Við erum ítrekað að benda á þetta en enginn hlustar,“ sagði hún eftir fundinn með aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra. Fara þurfi yfir málið með yfirvöldum, þar með talið landlækni, sem sé mjög vel að sér í málinu. „Ég hef fulla trú á að við getum leyst þessi mál en það þarf að fara í þau af alvöru og vinna þetta saman. Þetta er eitt af því sem við ræddum núna við Birgi og hann tók vel í það.“ Ástandið verst á bráðamóttökunni Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsuvernd og fyrrum yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala, segir að hann hafi ekki aðeins áhyggjur bráðamóttökunni heldur af stöðu Landspítala í heild. „Mitt hjarta tengist enn þá mest bráðamóttökunni. Ástandið þar er vont. Það er gríðarleg áhætta þegar starfsfólk er farið að segja upp og hætta. Það hefur gjarnan ruðningsáhrif og fleiri heltast úr lestinni,“ segir hann. Theódór segist sáttur við fundinn með Birgi. „Ég vonast til að skrið komist á málin.“ Leysa þurfi vandann. „Ég vona að við hættum að setja plástra á sárin og við finnum varanlegar lausnir.“ Yfirlýsingu læknanna má sjá að neðan. Til stjórnmálamanna á Íslandi Íslenskir læknar mótmæla langdregnu sinnuleysi stjórnvalda í garð heilbrigðiskerfisins. Ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafa verið svikin. Ábyrgð stjórnmálamanna og embættismanna virðist lítil sem engin á Íslandi og heilbrigðisstarfsmenn endurtekið látnir bera alla ábyrgð á alvarlegum atvikum innan heilbrigðiskerfsins. Heilbrigðisstarfsmenn hafa oft stigið fram og látið í ljós áhyggjur sínar yfir þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í heilbrigðismálum. Íslensk stjórnvöld hafa valið að hlusta ekki á raddir heilbrigðisstarfsfólks. Íslenskir læknar vísa því allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála á stjórnvöld og krefjast þess að stjórnmálamenn og embættismenn á Íslandi fari loksins að axla þá ábyrgð sem þeim ber.
Til stjórnmálamanna á Íslandi Íslenskir læknar mótmæla langdregnu sinnuleysi stjórnvalda í garð heilbrigðiskerfisins. Ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafa verið svikin. Ábyrgð stjórnmálamanna og embættismanna virðist lítil sem engin á Íslandi og heilbrigðisstarfsmenn endurtekið látnir bera alla ábyrgð á alvarlegum atvikum innan heilbrigðiskerfsins. Heilbrigðisstarfsmenn hafa oft stigið fram og látið í ljós áhyggjur sínar yfir þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í heilbrigðismálum. Íslensk stjórnvöld hafa valið að hlusta ekki á raddir heilbrigðisstarfsfólks. Íslenskir læknar vísa því allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála á stjórnvöld og krefjast þess að stjórnmálamenn og embættismenn á Íslandi fari loksins að axla þá ábyrgð sem þeim ber.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira