Innlent

Útför Johns Snorra frá Vídalínskirkju

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
John Snorri Sigurjónsson vann hvert afrekið á fætur öðrum á tindum heimsins.
John Snorri Sigurjónsson vann hvert afrekið á fætur öðrum á tindum heimsins.

Útför Johns Snorra Sigurjónssonar fjallgöngumanns verður frá Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan 13 í dag.

John Snorri stefndi á topp K2 í febrúar ásamt félögum frá Chile og Pakistan. Ekkert spurðist til þeirra í tvær vikur og voru þeir formlega taldir af þann 18. febrúar hjá pakistönskum yfirvöldum.

Metnaður John Snorra þegar kom að fjallamennsku fór ekki fram hjá neinum. Afrek hans undanfarin áratug hafa enn fremur skráð hann í sögubækurnar, ekki aðeins hér á landi heldur í fjallamennskuheiminum.

Vegna samkomutakmarkana komast ekki allir þeir að sem hefðu viljað heiðra John Snorra með nærveru sinni í útförinni í dag. 

Hægt er að fylgjast með athöfninni í spilaranum að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×