Karlar líklegri til að neita að nota rétt fornöfn um kynsegin fólk Snorri Másson skrifar 26. júní 2021 13:00 Rannsókn á viðhorfi Íslendinga til kynhlutlauss máls leiðir ýmislegt í ljós. Vísir/Vilhelm Töluvert hærra hlutfall karla en kvenna kveðst myndu neita að nota persónufornafnið hán um manneskju sem bæði þá um það. Konur eru líklegri en karlar til að verða við slíkri ósk, ef marka má niðurstöður rannsóknar Lilju Guðmundsdóttur, nýútskrifaðs félagsfræðings. Mikill munur er einnig á afstöðu fólks til slíkra óska eftir aldri. 90% fólks á aldrinum 18 til 30 ára myndu fúslega nota kynhlutlausa persónufornafnið ef þau væru beðin um það, á meðan aðeins 59% fólks 70 ára og eldri segjast myndu verða við því. Lilja Guðmundsdóttir útskrifaðist nýverið með BS í félagsfræði. „Viðhorf Íslendinga til kynhlutlausrar orðanotkunar“ var rannsóknarefnið.Instagram Rannsókn Lilju beindist að því að kanna almennt viðhorf Íslendinga til kynhlutlausrar orðanotkunar og meginniðurstaða ritgerðarinnar er að viðhorfið er jákvætt hjá langflestum. Rúm 90% sögðust ávallt myndu reyna sitt besta. 40% óttast að særa Í rannsókninni kemur fram að einna mest lýsandi spurningin hafi verið sú sem spurði hvort fólk yrði við óskum um að nota tiltekin fornöfn um aðra. Þar verður ljós umræddur svaramunur á körlum og konum. Spurt var: „Ef einstaklingur myndi biðja þig um að nota persónufornafnið „hán“ um sig, myndir þú gera það?“ Karlar svöruðu þessari spurningu neitandi í 14,6% tilvika en konur aðeins í 2,95% tilvika. Karlar svöruðu þessu aðeins játandi í 70% tilvika en konur í 90% tilvika. Lilja Guðmundsdóttir Á heildina litið 85% sögðust samtals myndu virða þetta við fólk ef það bæði um það. Rúmlega 40 prósent svarenda sagði að þeim fyndist óþægilegt að nota kynhlutlaus orð af ótta við að gera mistök og særa hlutaðeigandi. Um helmingur fólks telur flókið að finna réttu orðin um kynsegin fólk en fólk sem sjálft er kynsegin telur mun síður að svo sé. Lilja Guðmundsdóttir Um 1800 tóku þátt í könnuninni í gegnum vefsíðu sem var dreift til þeirra á samfélagsmiðlum. Úr því að úrtaksaðferðin var takmörkuð segir í ritgerðinni að ekki sé hægt að alhæfa niðurstöðurnar á allt íslenskt samfélag, en þær gefi þó góða hugmynd um viðhorf í samfelaginu. Á sama tíma tóku nánast þrefalt fleiri konur þátt í könnuninni en karlar. Hinsegin Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Kynhlutlaust mál bannað með lögum Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau. 9. maí 2021 22:01 Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ „Ég hef upplifað óöryggi hjá fólki við að nota nýju fornöfnin. Besta leiðin til að ræða við fólk um þessi orð að mínu mati er að draga úr hræðslunni. Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 í viðtali við Makamál. 10. janúar 2021 11:00 RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Mikill munur er einnig á afstöðu fólks til slíkra óska eftir aldri. 90% fólks á aldrinum 18 til 30 ára myndu fúslega nota kynhlutlausa persónufornafnið ef þau væru beðin um það, á meðan aðeins 59% fólks 70 ára og eldri segjast myndu verða við því. Lilja Guðmundsdóttir útskrifaðist nýverið með BS í félagsfræði. „Viðhorf Íslendinga til kynhlutlausrar orðanotkunar“ var rannsóknarefnið.Instagram Rannsókn Lilju beindist að því að kanna almennt viðhorf Íslendinga til kynhlutlausrar orðanotkunar og meginniðurstaða ritgerðarinnar er að viðhorfið er jákvætt hjá langflestum. Rúm 90% sögðust ávallt myndu reyna sitt besta. 40% óttast að særa Í rannsókninni kemur fram að einna mest lýsandi spurningin hafi verið sú sem spurði hvort fólk yrði við óskum um að nota tiltekin fornöfn um aðra. Þar verður ljós umræddur svaramunur á körlum og konum. Spurt var: „Ef einstaklingur myndi biðja þig um að nota persónufornafnið „hán“ um sig, myndir þú gera það?“ Karlar svöruðu þessari spurningu neitandi í 14,6% tilvika en konur aðeins í 2,95% tilvika. Karlar svöruðu þessu aðeins játandi í 70% tilvika en konur í 90% tilvika. Lilja Guðmundsdóttir Á heildina litið 85% sögðust samtals myndu virða þetta við fólk ef það bæði um það. Rúmlega 40 prósent svarenda sagði að þeim fyndist óþægilegt að nota kynhlutlaus orð af ótta við að gera mistök og særa hlutaðeigandi. Um helmingur fólks telur flókið að finna réttu orðin um kynsegin fólk en fólk sem sjálft er kynsegin telur mun síður að svo sé. Lilja Guðmundsdóttir Um 1800 tóku þátt í könnuninni í gegnum vefsíðu sem var dreift til þeirra á samfélagsmiðlum. Úr því að úrtaksaðferðin var takmörkuð segir í ritgerðinni að ekki sé hægt að alhæfa niðurstöðurnar á allt íslenskt samfélag, en þær gefi þó góða hugmynd um viðhorf í samfelaginu. Á sama tíma tóku nánast þrefalt fleiri konur þátt í könnuninni en karlar.
Hinsegin Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Kynhlutlaust mál bannað með lögum Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau. 9. maí 2021 22:01 Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ „Ég hef upplifað óöryggi hjá fólki við að nota nýju fornöfnin. Besta leiðin til að ræða við fólk um þessi orð að mínu mati er að draga úr hræðslunni. Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 í viðtali við Makamál. 10. janúar 2021 11:00 RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Kynhlutlaust mál bannað með lögum Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau. 9. maí 2021 22:01
Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ „Ég hef upplifað óöryggi hjá fólki við að nota nýju fornöfnin. Besta leiðin til að ræða við fólk um þessi orð að mínu mati er að draga úr hræðslunni. Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 í viðtali við Makamál. 10. janúar 2021 11:00
RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40