Ætlar að hjóla 400 kílómetra með höndunum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júní 2021 12:33 Arnar Helgi lamaðist fyrir neðan brjóst þegar hann var tuttugu og sex ára gamall. Hann ætlar nú að hjóla 400 kílómetra með höndunum. Handahjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson hyggst hjóla 400 kílómetra á innan við sólarhring í næstu viku. Tilgangurinn með afrekinu er að vekja athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða og að safna fyrir fjórum rafmagnsfjallahjólum fyrir hreyfihamlaða. Arnar Helgi lamaðist frá brjósti og niður í mótorhjólaslysi þegar hann var tuttugu og sex ára. Hann lét áfallið þó ekki stoppa sig og sneri sér að lyftingum, hjólastólakappi og nú handahjólreiðum. Í dag er hann formaður SEM eða Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. Ferðalag Arnars hefst á Höfn í Hornafirði klukkan fjögur á þriðjudaginn og er öllum velkomið að slást í för með honum í lengri eða skemmri tíma. Hægt verður að fylgjast með ferðinni á heimasíðu SEM og á samfélagsmiðlum SEM og Arnars Helga. Með afrekinu vill Arnar Helgi benda á mikilvægi hreyfingar og safna fyrir kaupum á fjórum sérútbúnum hjólum fyrir hreyfihamlaða. Hvert hjól kostar tvær og hálfa milljón króna. SEM mun hafa umsjón með hjólunum og lána hreyfihömluðu fólki að endurgjaldslausu til þess að hvetja það til hreyfingar. Arnar Helgi verður jafnframt heiðursgestur á KIA Gullhringnum á Selfossi þann 10. júlí næstkomandi. Það er stærsta hjólreiðakeppni landsins og er keppnin opin öllum sem vilja taka þátt. Arnar Helgi vill vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú. Lífið er ekki búið Arnar Helgi segist aldrei hugsa um það að hann sé lamaður. Mottóið hans er að verða betri maður í dag en í gær og að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú og aðra sem hann umgengst. „Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera en þar skiptir þó jákvætt hugarfar öllu máli. Það er sterkasti hlekkurinn í keðjunni,“ segir Arnar Helgi. Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta sett sig í samband við SEM samtökin, Íþróttafélag fatlaðra eða Arnar Helga sjálfan eða leggja inn á SEM samtökin. Kennitala: 510182-0739 Reikningsnúmer 0323-26-001323 Skýring: Km400 Hjólreiðar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira
Arnar Helgi lamaðist frá brjósti og niður í mótorhjólaslysi þegar hann var tuttugu og sex ára. Hann lét áfallið þó ekki stoppa sig og sneri sér að lyftingum, hjólastólakappi og nú handahjólreiðum. Í dag er hann formaður SEM eða Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. Ferðalag Arnars hefst á Höfn í Hornafirði klukkan fjögur á þriðjudaginn og er öllum velkomið að slást í för með honum í lengri eða skemmri tíma. Hægt verður að fylgjast með ferðinni á heimasíðu SEM og á samfélagsmiðlum SEM og Arnars Helga. Með afrekinu vill Arnar Helgi benda á mikilvægi hreyfingar og safna fyrir kaupum á fjórum sérútbúnum hjólum fyrir hreyfihamlaða. Hvert hjól kostar tvær og hálfa milljón króna. SEM mun hafa umsjón með hjólunum og lána hreyfihömluðu fólki að endurgjaldslausu til þess að hvetja það til hreyfingar. Arnar Helgi verður jafnframt heiðursgestur á KIA Gullhringnum á Selfossi þann 10. júlí næstkomandi. Það er stærsta hjólreiðakeppni landsins og er keppnin opin öllum sem vilja taka þátt. Arnar Helgi vill vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú. Lífið er ekki búið Arnar Helgi segist aldrei hugsa um það að hann sé lamaður. Mottóið hans er að verða betri maður í dag en í gær og að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú og aðra sem hann umgengst. „Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera en þar skiptir þó jákvætt hugarfar öllu máli. Það er sterkasti hlekkurinn í keðjunni,“ segir Arnar Helgi. Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta sett sig í samband við SEM samtökin, Íþróttafélag fatlaðra eða Arnar Helga sjálfan eða leggja inn á SEM samtökin. Kennitala: 510182-0739 Reikningsnúmer 0323-26-001323 Skýring: Km400
Hjólreiðar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira