Ætlar að hjóla 400 kílómetra með höndunum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júní 2021 12:33 Arnar Helgi lamaðist fyrir neðan brjóst þegar hann var tuttugu og sex ára gamall. Hann ætlar nú að hjóla 400 kílómetra með höndunum. Handahjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson hyggst hjóla 400 kílómetra á innan við sólarhring í næstu viku. Tilgangurinn með afrekinu er að vekja athygli á hreyfingu fyrir hreyfihamlaða og að safna fyrir fjórum rafmagnsfjallahjólum fyrir hreyfihamlaða. Arnar Helgi lamaðist frá brjósti og niður í mótorhjólaslysi þegar hann var tuttugu og sex ára. Hann lét áfallið þó ekki stoppa sig og sneri sér að lyftingum, hjólastólakappi og nú handahjólreiðum. Í dag er hann formaður SEM eða Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. Ferðalag Arnars hefst á Höfn í Hornafirði klukkan fjögur á þriðjudaginn og er öllum velkomið að slást í för með honum í lengri eða skemmri tíma. Hægt verður að fylgjast með ferðinni á heimasíðu SEM og á samfélagsmiðlum SEM og Arnars Helga. Með afrekinu vill Arnar Helgi benda á mikilvægi hreyfingar og safna fyrir kaupum á fjórum sérútbúnum hjólum fyrir hreyfihamlaða. Hvert hjól kostar tvær og hálfa milljón króna. SEM mun hafa umsjón með hjólunum og lána hreyfihömluðu fólki að endurgjaldslausu til þess að hvetja það til hreyfingar. Arnar Helgi verður jafnframt heiðursgestur á KIA Gullhringnum á Selfossi þann 10. júlí næstkomandi. Það er stærsta hjólreiðakeppni landsins og er keppnin opin öllum sem vilja taka þátt. Arnar Helgi vill vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú. Lífið er ekki búið Arnar Helgi segist aldrei hugsa um það að hann sé lamaður. Mottóið hans er að verða betri maður í dag en í gær og að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú og aðra sem hann umgengst. „Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera en þar skiptir þó jákvætt hugarfar öllu máli. Það er sterkasti hlekkurinn í keðjunni,“ segir Arnar Helgi. Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta sett sig í samband við SEM samtökin, Íþróttafélag fatlaðra eða Arnar Helga sjálfan eða leggja inn á SEM samtökin. Kennitala: 510182-0739 Reikningsnúmer 0323-26-001323 Skýring: Km400 Hjólreiðar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Arnar Helgi lamaðist frá brjósti og niður í mótorhjólaslysi þegar hann var tuttugu og sex ára. Hann lét áfallið þó ekki stoppa sig og sneri sér að lyftingum, hjólastólakappi og nú handahjólreiðum. Í dag er hann formaður SEM eða Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra. Ferðalag Arnars hefst á Höfn í Hornafirði klukkan fjögur á þriðjudaginn og er öllum velkomið að slást í för með honum í lengri eða skemmri tíma. Hægt verður að fylgjast með ferðinni á heimasíðu SEM og á samfélagsmiðlum SEM og Arnars Helga. Með afrekinu vill Arnar Helgi benda á mikilvægi hreyfingar og safna fyrir kaupum á fjórum sérútbúnum hjólum fyrir hreyfihamlaða. Hvert hjól kostar tvær og hálfa milljón króna. SEM mun hafa umsjón með hjólunum og lána hreyfihömluðu fólki að endurgjaldslausu til þess að hvetja það til hreyfingar. Arnar Helgi verður jafnframt heiðursgestur á KIA Gullhringnum á Selfossi þann 10. júlí næstkomandi. Það er stærsta hjólreiðakeppni landsins og er keppnin opin öllum sem vilja taka þátt. Arnar Helgi vill vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú. Lífið er ekki búið Arnar Helgi segist aldrei hugsa um það að hann sé lamaður. Mottóið hans er að verða betri maður í dag en í gær og að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín þrjú og aðra sem hann umgengst. „Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera en þar skiptir þó jákvætt hugarfar öllu máli. Það er sterkasti hlekkurinn í keðjunni,“ segir Arnar Helgi. Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta sett sig í samband við SEM samtökin, Íþróttafélag fatlaðra eða Arnar Helga sjálfan eða leggja inn á SEM samtökin. Kennitala: 510182-0739 Reikningsnúmer 0323-26-001323 Skýring: Km400
Hjólreiðar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira