Eldfjallateppi heklað sem rúmteppi á 280 klukkutímum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júní 2021 13:11 Það tók Ragnheiði 280 klukkustundir að hekla teppið en hún býr í Luton í Bretlandi. Aðsend Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sem býr í Luton í Bretlandi er ótrúlega manneskja þegar kemur að handverki en hún var að ljúka við að hekla rúmteppi með myndum af gosinu á Reykjanesi. Ragnheiður er fædd og uppalinn á Snæfellsnesi en flutti í Breiðholti á unglingsárum og flutti svo til Bretlands þar sem hún býr í dag. „Ég var að hekla hestateppi fyrir móður mína þegar þessi hugmynd poppaði upp því allir voru að pósta svo flottum myndum af gosinu og því langaði mig langaði bara að skella í eitt teppi af því. Þetta er venjulegt rúmteppi, eða 2.10 cm á lengd og 160 cm á breidd. Ég var 280 klukkutíma að hekla það,“ segir Ragnheiður létt í bragði og stolt af sjálfri sér að hafa klárað teppið. Ragnheiður með glæsilega heklaða rúmteppið sitt af eldgosinu á Reykjanesi en teppið verður boðið upp á Facebook síðu Ragnheiðar. „Nei, ég hef ekki farið að gosinu en ég fór á nokkrar síður á netinu og bað fólk að senda mér myndir af gosinu. Það endaði síðan að ég notaði mynd frá Margréti Ingu Gísladóttur, sem fyrirmynd af teppinu, frábær mynd“, segir Ragnheiður aðspurð hvort hún hafi farið að gosinu. En hvað verður um teppið og hver mun eiga það? „Já, það góð spurning. Ég hef ákveðið að setja það á uppboð á Facebook síðunni minni og allur ágóðinn mun renna óskiptur til Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Uppboðið hefst 23. júní og stendur til 30. júní. Nú er bara að hvetja fólk til að vera duglegt að bjóða í þannig að björgunarsveitin fái fullt af peningum“, segir Ragnheiður hlægjandi. Teppið er rúmteppi, sem fer mjög vel á rúmi eins og sjá má.Aðsend Bretland Eldgos í Fagradalsfjalli Handverk Prjónaskapur Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
„Ég var að hekla hestateppi fyrir móður mína þegar þessi hugmynd poppaði upp því allir voru að pósta svo flottum myndum af gosinu og því langaði mig langaði bara að skella í eitt teppi af því. Þetta er venjulegt rúmteppi, eða 2.10 cm á lengd og 160 cm á breidd. Ég var 280 klukkutíma að hekla það,“ segir Ragnheiður létt í bragði og stolt af sjálfri sér að hafa klárað teppið. Ragnheiður með glæsilega heklaða rúmteppið sitt af eldgosinu á Reykjanesi en teppið verður boðið upp á Facebook síðu Ragnheiðar. „Nei, ég hef ekki farið að gosinu en ég fór á nokkrar síður á netinu og bað fólk að senda mér myndir af gosinu. Það endaði síðan að ég notaði mynd frá Margréti Ingu Gísladóttur, sem fyrirmynd af teppinu, frábær mynd“, segir Ragnheiður aðspurð hvort hún hafi farið að gosinu. En hvað verður um teppið og hver mun eiga það? „Já, það góð spurning. Ég hef ákveðið að setja það á uppboð á Facebook síðunni minni og allur ágóðinn mun renna óskiptur til Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Uppboðið hefst 23. júní og stendur til 30. júní. Nú er bara að hvetja fólk til að vera duglegt að bjóða í þannig að björgunarsveitin fái fullt af peningum“, segir Ragnheiður hlægjandi. Teppið er rúmteppi, sem fer mjög vel á rúmi eins og sjá má.Aðsend
Bretland Eldgos í Fagradalsfjalli Handverk Prjónaskapur Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira