Innlent

Eldfjallateppi heklað sem rúmteppi á 280 klukkutímum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Það tók Ragnheiði 280 klukkustundir að hekla teppið en hún býr í Luton í Bretlandi.
Það tók Ragnheiði 280 klukkustundir að hekla teppið en hún býr í Luton í Bretlandi. Aðsend

Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sem býr í Luton í Bretlandi er ótrúlega manneskja þegar kemur að handverki en hún var að ljúka við að hekla rúmteppi með myndum af gosinu á Reykjanesi. Ragnheiður er fædd og uppalinn á Snæfellsnesi en flutti í Breiðholti á unglingsárum og flutti svo til Bretlands þar sem hún býr í dag.

„Ég var að hekla hestateppi fyrir móður mína þegar þessi hugmynd poppaði upp því allir voru að pósta svo flottum myndum af gosinu og því langaði mig langaði bara að skella í eitt teppi af því. Þetta er venjulegt rúmteppi, eða 2.10 cm á lengd og 160 cm á breidd. Ég var 280 klukkutíma að hekla það,“ segir Ragnheiður létt í bragði og stolt af sjálfri sér að hafa klárað teppið.

Ragnheiður með glæsilega heklaða rúmteppið sitt af eldgosinu á Reykjanesi en teppið verður boðið upp á Facebook síðu Ragnheiðar.

„Nei, ég hef ekki farið að gosinu en ég fór á nokkrar síður á netinu og bað fólk að senda mér myndir af gosinu. Það endaði síðan að ég notaði mynd frá Margréti Ingu Gísladóttur, sem fyrirmynd af teppinu, frábær mynd“, segir Ragnheiður aðspurð hvort hún hafi farið að gosinu.

En hvað verður um teppið og hver mun eiga það?

„Já, það góð spurning. Ég hef ákveðið að setja það á uppboð á Facebook síðunni minni og allur ágóðinn mun renna óskiptur til Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Uppboðið hefst 23. júní og stendur til 30. júní. Nú er bara að hvetja fólk til að vera duglegt að bjóða í þannig að björgunarsveitin fái fullt af peningum“, segir Ragnheiður hlægjandi.

Teppið er rúmteppi, sem fer mjög vel á rúmi eins og sjá má.Aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.