Innlent

Bein út­sending: Met­fjöldi út­skrifast úr HÍ og HR í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Metfjöldi kandídata útskrifast úr HR og HÍ í dag. 
Metfjöldi kandídata útskrifast úr HR og HÍ í dag.  Vísir/Vilhelm

Aldrei hafa fleiri kandídatar útskrifast úr Háskóla Íslands en í dag. Meira en 2.500 munu taka við grunn- eða framhaldsprófsskírteinum sínum í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í dag. Eins er metfjöldi kandídata að útskrifast úr Háskólanum í Reykjavík, eða 700 manns.

Í báðum skólum verða brautskráningarathafnirnar tvær sökum sóttvarna. Einungis kandídatar verð viðstaddir athöfnunum.

Í Háskóla Íslands munu 1621 kandaídatar brautskrást úr grunnnámi og 927 úr framhaldsnámi. Þar af eru 736 á Félagsvísindasviði, 287 af Verk- og náttúruvísindasviði, 671 af Heibrigðisvísindasviði, 298 á Hugvísindasviði og 556 á Menntavísindasviði.

Alls munu því 2.548 útskrifast úr HÍ í dag en til samanburðar brautskráðust 2.050 fyrir ári síðan. Í hópi brautskráningarkandídta eru fyrstu nemendurnir sem ljúka meistaranámi í iðnaðarlíftækni, sem HÍ býður upp á í samstarfi við lyfjafyrirtækið Alvotech. Jafnframt mun fyrsti nemandinn sem lýkur meistaranámi í líftölfræði taka ið brautskráningarskírteini sínu og sama má segja um fyrsta nemandann með meistarapróf í faraldursfræði.

Hægt er að fylgjast með streymi frá athöfnum HR í spilaranum hér að neðan og athöfnum HÍ hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×