Lífið

Fyrirsætan Ragga Theodórs á lausu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ragnheiður Theodórsdóttir hefur setið fyrir í fjölda auglýsingaherferða hér á landi.
Ragnheiður Theodórsdóttir hefur setið fyrir í fjölda auglýsingaherferða hér á landi.

Ragnheiður Theodórsdóttir fyrirsæta er orðin einhleyp á ný. Hún er ein glæsilegasta kona landsins og hefur mikinn áhuga á útivist, hestamennsku og ferðalögum. 

Ragga staðfestir sambandsslit sín í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá.  Ragga var í sambandi með Gísla Páli Helgasyni og byrjuðu þau að hittast árið 2019 en sambandinu lauk nú í vor. Áður var hún gift landsliðsmanninum Ragnari Sigurðssyni.  

Ragga er fyrrverandi landsliðskona í körfubolta og hefur meðal annars starfað fyrir Sahara og Fossar Markets. Hún vinnur nú fyrir The Reykjavík Edition hótelið sem opnar á næstu misserum.

Ragga segist spennt fyrir sumrinu.

„Ég starfa hjá The Reykjavik Edition og er þar partur af frábæru teymi og hlakka til að opna fyrsta fimm stjörnu hótelið í miðbæ Reykjavíkur. Sumarið fer í að undirbúa opnun og svo er ég loks bólusett þannig að mig langar að skreppa eitthvað erlendis sem og ferðast innanlands, njóta náttúrunnar, fara í reiðtúra og njóta lífsins,“ segir Ragga í samtali við Lífið.


Tengdar fréttir

Ragnheiður og Gísli Páll glæsileg saman

Fyrirsætan Ragnheiður Theodórsdóttir og knattspyrnumaðurinn Gísli Páll Helgason nutu helgarinnar saman og birtu því til staðfestingar fallega mynd af sér saman á Instagram.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.