Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Þar er haft eftir Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, að alltaf hafi reynst mögulegt að útskýra óþekkt fyrirbæri og ekkert birst á ratsjám sem ekki hafi fundist útskýring á.
„Öll atvik eru tilkynnt til stjórnstöðvar NATO sem tekur ákvarðanir um hvað og hvort eitthvað sé gert,“ segir Ásgeir.
Veðurstofu og lögreglu berast stundum tilkynningar um einkennileg fyrirbæri á himnum en hvorugur aðili heldur sérstaka skrár utan um slíkar tilkynningar.
Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu, segir oftast um að ræða ljósbrot í skýjum en stundum eitthvað sem útskýrist af geimveðri eða fyrirbærum í geimnum.
Vísir greindi frá því á dögunum að bandarísk yfirvöld hefðu ekki fundið neinar vísbendingar sem bentu til þess að jörðin hefði verið heimsótt af gestum utan úr geimnum. Hins vegar hefði ekki alltaf verið hægt að finna útskýringar á óútskýrðum fljúgandi fyrirbærum (UFO).