Menning

Frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum á lokahelgi Barnamenningarhátíðar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bríet syngur lag Barnamenningarhátíðar en lagið má finna hér neðar í fréttinni.
Bríet syngur lag Barnamenningarhátíðar en lagið má finna hér neðar í fréttinni.

Um helgina lýkur Barnamenningarhátíð í Reykjavík hátíðlega með ofurspennandi Ævintýrahöll og menningardagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Frítt er inn fyrir fullorðna í fylgd með börnum. Á dagskránni eru meðal annars Leikhópurinn Lotta, söngkonan Bríet, krakkakarókí, sögustund, Æskusirkus, Blaðrarinn, afródans, fuglasmiðja og öll dásamlega stemmingin sem Árbæjarsafn býður upp á. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá hátíðarinnar, sem er þó birt með fyrirvara um breytingar.

Laugardagur 12. júní

  • 10.15–10:45 Fjölskyldujóga Landakot
  • 11:00-16:00 Bókaskiptimarkaður Líkn 
  • 11:00-12:00 Blaðrarinn, blöðrusmiðja – skráning á staðnum Landakot
  • 13:00-15:00 Þykjó, skapandi textílsmiðja - skráning á staðnum - Kornhús 
  • 11:00-13:00 Járnbrautin í Reykjavík
  • 12:00-13:00 Blaðrarinn, blöðrusmiðja - skráning á staðnum Landakot 
  • 12:45-13:45 Ævintýraleg sögustund með Bergrúnu Írisi Lækjargata
  • 13:00-14:20 Æskusirkus, sirkussýning og smiðja 
  • 13:45-14:45 Ævintýraleg sögustund með Bergrúnu Írisi Lækjargata
  • 14:00-15:00 Danssýning frá Dans Brynju Péturs Landakot 
  • 15:00-15:40 Fjölskylduafró með Söndru og Mamadí Landakot
  • 15:30-16:30 Tónar unga fólksins, tónleikar Lækjargata
Fjölbreytt dagskrá hefur verið skipulögð fyrir börnin um helgina á lokadögum Barnamenningahátíðar í Reykjavík.Barnamenningarhátíð

Sunnudagur 13. júní 

  • 10.00–11:00 Fjölskyldujóga Landakot
  • 10:00-16:00 Bókaskiptimarkaður Líkn 
  • 11:00-13:00 Járnbrautin í Reykjavík
  • 11:00-12:30 Flugdrekasmiðja, skráning á staðnum 
  • 12:00-13:00 Fuglasmiðja Ýrúarí - skráning á staðnum Lækjargata
  • 13:00-13:30 Leikhópurinn Lotta – úti á túni 
  • 13:00-15:00 Þykjó - skapandi textílsmiðja - skráning á staðnum Kornhús
  • 14:00-15:00 Fuglasmiðja Ýrúarí – skráning á staðnum Lækjargata 
  • 13:30-14:00 Danssýning frá Dans Brynju Péturs
  • 14:00-15:00 Krakkakarókí - Landakot 
  • 15:00-15:30 Bríet syngur nokkur lög
  • 15:30-16:00 Allskonar skemmtilegt

„Handverk í húsunum, heitar lummur, og ævintýri á hverju strái. Við hvetjum fólk til að taka strætó, hjóla eða ganga – bílastæði af skornum skammti,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lag Barnamenningarhátíðarinnar í ár. Höfundar lags og texta: Bríet Ísis Elfar og Pálmi Ragnar Ásgeirsson. 

Fljúgandi furðuverur

Nei hæ - þú hér

Ég er með nokkrar spurningar

og þú og ég

skulum saman finna svar

Hvað er það sem þig skiptir máli

fjölskylda, flokka plast og ræða heimsmálin

Nei hæ - þú hér

ég er með nokkrar spurningar

Því heimurinn og geimurinn er furðulegur

Afhverju er himininn blár?

Við erum milljón fljúgandi furðuverur

svo við skulum bara vera við sjálf.

Upp með hendur og öskrum hátt

að við ætlum bara að vera við sjálf

Upp með hendur og öskrum hátt

að við ætlum bara að vera við sjálf

Kannski get ég verið sjóræningi

og sigli um á rosa rosa stóru skipi

Lífið það er lotterí og tívolí

þar sem við leikum okkur og við borðum nammi frítt

Nei hæ - þú hér

ég er með nokkrar spurningar

og þú og ég – skulum saman finna svar

Því heimurinn og geimurinn er furðulegur

Afhverju er himininn blár?

Við erum milljón fljúgandi furðuverur

svo við skulum bara vera við sjálf

Upp með hendur og öskrum hátt

að við ætlum bara að vera við sjálf

Því heimurinn og geimurinn er furðulegur

Afhverju er himininn blár?

Við erum milljón fljúgandi furðuverur

svo við ætlum bara vera við sjálf

Upp með hendur og öskrum hátt

að við ætlum bara að vera við sjálf

Tengdar fréttir

Hlutu styrk fyrir hönnunarfræðslu fyrir börn og ungmenni

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við List fyrir alla hlaut í þessari viku styrk úr Barnamenningarsjóði fyrir verkefnið Hönnun fyrir alla - hönnuðir framtíðarinnar. Um er að ræða framleiðslu á stuttum og vönduðum þáttum, kennsluefni um hönnun og arkitektúr sem miðast að börnum og ungmennum.

Bríet sigur­sælust á Ís­lensku tón­listar­verð­launum

Bríet, Haukur Gröndal, Hjaltalín og Ingibjörg Turchi voru hvað sigursælust þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt í kvöld. Verðlaunin voru veitt í Norðurljósum Hörpu í kvöld og var hátíðinni streymt í beinni á RÚV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×