Hlutu styrk fyrir hönnunarfræðslu fyrir börn og ungmenni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. maí 2021 20:00 Styrkþegar ásamt Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra við úthlutun í Hörpu fyrir helgi. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við List fyrir alla hlaut í þessari viku styrk úr Barnamenningarsjóði fyrir verkefnið Hönnun fyrir alla - hönnuðir framtíðarinnar. Um er að ræða framleiðslu á stuttum og vönduðum þáttum, kennsluefni um hönnun og arkitektúr sem miðast að börnum og ungmennum. „Ljósi verður varpað á fjölbreytilegar greinar hönnunar og störf sem tengjast þeim með aðgengilegum og áhugaverðum hætti. Fjallað verður um allt frá arkitektúr til fatahönnunar, grafíska hönnun, yfir í húsgagnahönnun, vöruhönnun, stafræna hönnun og upplifunarhönnun,“ segir í tilkynningu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tilkynntu í Hörpu um úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands. Alls fengu 37 verkefni styrk og nemur heildarfjárhæð styrkjanna 90 milljónum króna en alls bárust 113 umsóknir. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. „Markmið verkefnisins Hönnun fyrir alla - hönnuðir framtíðarinnar er að auka aðgengi kennara og nemenda í grunn- og framhaldsskólum landsins að vönduðu efni um hönnun og arkitektúr. Þar mun koma fram um hvað greinarnar snúast, hvernig greinarnar standa á Íslandi og hvaða tækifæri og störf greinarnar bjóða upp á. Efnið miðast að börnum og ungmennum þar sem áhersla verður lögð á að það sé áhugavert um leið og það skapar tækifæri fyrir kennara að fjalla um greinarnar og tengja við nærumhverfi nemenda, hvar sem þau búa.“ Þáttunum verður miðlað á Listveitunni, vef List fyrir alla og á heimasíðu og miðlum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Ljósi verður varpað á fjölbreytilegar greinar hönnunar og störf sem tengjast þeim með aðgengilegum og áhugaverðum hætti. Fjallað verður um allt frá arkitektúr til fatahönnunar, grafíska hönnun, yfir í húsgagnahönnun, vöruhönnun, stafræna hönnun og upplifunarhönnun,“ segir í tilkynningu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tilkynntu í Hörpu um úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands. Alls fengu 37 verkefni styrk og nemur heildarfjárhæð styrkjanna 90 milljónum króna en alls bárust 113 umsóknir. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. „Markmið verkefnisins Hönnun fyrir alla - hönnuðir framtíðarinnar er að auka aðgengi kennara og nemenda í grunn- og framhaldsskólum landsins að vönduðu efni um hönnun og arkitektúr. Þar mun koma fram um hvað greinarnar snúast, hvernig greinarnar standa á Íslandi og hvaða tækifæri og störf greinarnar bjóða upp á. Efnið miðast að börnum og ungmennum þar sem áhersla verður lögð á að það sé áhugavert um leið og það skapar tækifæri fyrir kennara að fjalla um greinarnar og tengja við nærumhverfi nemenda, hvar sem þau búa.“ Þáttunum verður miðlað á Listveitunni, vef List fyrir alla og á heimasíðu og miðlum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira