Bandarískir strandgæsluliðar í þjálfun við höfn í Reykjavík Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2021 22:28 Skipið verður opið almenningi á föstudag og laugardag. Vísir/Arnar Tæplega tvö hundruð ungmenni eru í þjálfun til starfa hjá bandarísku strandgæslunni um borð í tæplega hundrað metra löngu seglskipi sem kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Bandaríska seglskipið Eagle lagði að landi í Reykjavíkurhöfn um hádegisbil í dag. Skipið er notað fyrir þjálfun nýliða í landhelgisgæslu Bandaríkjanna en það heldur til Bermúda í næstu viku. „Strandgæsluskólinn er í allt um 200 vikna reynsla. En þessar fimm til sex vikur um borð í Eagle fara í að veita þessum ungu langhelgisgæsluliðum fyrstu þjálfun við stýri og á útkikki, auk vélfræði,“ segir Michael Turdo, skipherra á Eagle. Michael Turdo er skipherra á Eagle.Vísir/Arnar Sjóliðinn Genzo Mathuas González prísar sig sælan að fá að ferðast með skipinu um höfin sjö. „Þetta er blessun. Þetta hefur verið erfið en mjög gefandi ferð. Þá þjálfun sem maður fær hér er ekki hægt að fá annars staðar.“ Skipið er hið glæsilegasta og hefur verið haldið í upprunalegt útlit þess en það var byggt árið 1936 og eru 190 manns eru í áhöfn skipsins. „Til að sigla skipinu þurfum við að hafa rúmlega hundrað manns um borð. Núna erum við með 191 um borð. Að koma öllum seglum upp útheimtir mikla vinnu og við viljum sigla,“ segir Michael. Genzo Mathuas González er í þjálfun á skipinu.Vísir/Arnar Skipið er 95 metra langt og er hæsta mastur skipsins í 50 metra hæð. Það er fréttamanni til efs að nemarnir á skipinu séu klæddir í hælaskó, líkt og hún sjálf var þegar hún freistaði þess að klifra upp stigann á mastrinu. „Að vera þarna uppi klukkan þrjú að nóttu og sjá ekkert nema stjörnurnar, bara vera úti á sjó og njóta reynslunnar,“ segir Genzo. Skipið verður opið almenningi á föstudaginn frá 12 til 20 og á sunnudag frá klukkan 13 til 18. Bandaríkin Landhelgisgæslan Reykjavík Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Bandaríska seglskipið Eagle lagði að landi í Reykjavíkurhöfn um hádegisbil í dag. Skipið er notað fyrir þjálfun nýliða í landhelgisgæslu Bandaríkjanna en það heldur til Bermúda í næstu viku. „Strandgæsluskólinn er í allt um 200 vikna reynsla. En þessar fimm til sex vikur um borð í Eagle fara í að veita þessum ungu langhelgisgæsluliðum fyrstu þjálfun við stýri og á útkikki, auk vélfræði,“ segir Michael Turdo, skipherra á Eagle. Michael Turdo er skipherra á Eagle.Vísir/Arnar Sjóliðinn Genzo Mathuas González prísar sig sælan að fá að ferðast með skipinu um höfin sjö. „Þetta er blessun. Þetta hefur verið erfið en mjög gefandi ferð. Þá þjálfun sem maður fær hér er ekki hægt að fá annars staðar.“ Skipið er hið glæsilegasta og hefur verið haldið í upprunalegt útlit þess en það var byggt árið 1936 og eru 190 manns eru í áhöfn skipsins. „Til að sigla skipinu þurfum við að hafa rúmlega hundrað manns um borð. Núna erum við með 191 um borð. Að koma öllum seglum upp útheimtir mikla vinnu og við viljum sigla,“ segir Michael. Genzo Mathuas González er í þjálfun á skipinu.Vísir/Arnar Skipið er 95 metra langt og er hæsta mastur skipsins í 50 metra hæð. Það er fréttamanni til efs að nemarnir á skipinu séu klæddir í hælaskó, líkt og hún sjálf var þegar hún freistaði þess að klifra upp stigann á mastrinu. „Að vera þarna uppi klukkan þrjú að nóttu og sjá ekkert nema stjörnurnar, bara vera úti á sjó og njóta reynslunnar,“ segir Genzo. Skipið verður opið almenningi á föstudaginn frá 12 til 20 og á sunnudag frá klukkan 13 til 18.
Bandaríkin Landhelgisgæslan Reykjavík Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira