Innlent

Ís­lendingur vann tæplega 1,3 milljarða

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Peningarnir sem sjást á myndinni eru aðeins brotabrot af upphæðinni sem viðkomandi fær í sinn hlut.
Peningarnir sem sjást á myndinni eru aðeins brotabrot af upphæðinni sem viðkomandi fær í sinn hlut. Getty

Íslenskur þátttakandi í Vikinglottó vann í kvöld langhæsta vinning sem komið hefur til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Viðkomandi var einn með annan vinning en vegna kerfisbreytinga var sá vinningur margfalt hærri en venjan er, eða 1.270.806.970 krónur. Annar vinningur hefur hingað til hlaupið á tugum milljóna.

„Aldrei hefur stærri vinningur komið til landsins en eftir því sem næst verður komist er þessi risavinningur um fimm sinnum hærri en sá næststærsti hingað til,“ segir í tilkynningunni.

Vinningsmiðinn var keyptur á Lottó.is. Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.