„Þetta var barn með tíu fingur og tíu tær“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. júní 2021 10:39 Sigríður Jónsdóttir, 35 ára starfsmaður á leikskóla, og Magnús Kjartan Eyjólfsson, 38 ára smiður og tónlistarmaður hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir í kerfinu. Ísland í dag Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir sem eru í kerfinu þegar konur þurfa að fæða andvana barn. Þau segja að mannlegi þátturinn hafi þurft að víkja í heilbrigðiskerfinu og það sé of vélrænt. Saga þeirra hefur vakið töluverða athygli síðan þau opnuðu sig fyrst um missinn á Facebook og fóru þau yfir sína reynslu í þættinum Ísland í dag. Þann 23. apríl fékk Sigríður þær fréttir á Landspítalanum að ekki tækist að finna hjartslátt hjá dóttur þeirra í móðurkviði og var henni tilkynnt að dóttir þeirra væri látin en þarna var Sigríður gengin 21 viku á leið. Þetta var seinnipart föstudags og ekki var hægt að framkalla fæðinguna fyrr en á þriðjudagsmorgninum 27. Apríl, fjórum dögum seinna. Sökum manneklu á spítalanum yfir helgi var ekki hægt að koma henni fyrr að. Helgin og þessi bið var þeim mjög erfið. Ráðherrar höfðu samband Sigríður og Magnús hafa bæði rætt við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eftir að málið komst í fjölmiðla. „Svandís hefur samband við okkur eiginlega strax og þessi Facebook og óskar eftir leyfi til að kanna þetta mál og kanna hvernig þetta fór fram.“ Þau segja að Ásmundur Einar hafi gert slíkt hið sama. „Félagslegi þátturinn er ekkert síður mikilvægur, það sem að gerist eftir á og að fylgja eftir í rauninni þessu áfalli.“ Þau segja samt að rúmum fjórum vikum seinna hafi enginn haft samband við þau frá Landspítalanum. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ljós handan ganganna Dóttir þeirra var nefnd Kolfinna Ögn og fengu þau að hafa hana hjá sér í átta klukkustundir eftir fæðinguna. Þau tóku myndir af dóttur sinni til að skapa minningu um hana. „Hún er náttúrulega einstaklingur og við viljum bara að hún sé viðurkennd sem slík,“ segir Sigríður. „Í okkar augum var þetta ekki fóstur, þetta var barn með tíu fingur og tíu tær, eyru, nef og munn og allt sem því fylgir, segir Magnús.“ Hann biðlar til heilbrigðisstarfsfólks að tala ekki um fóstur við foreldra í þessum aðstæðum. „Í okkar augum er þetta bara barn.“ Daginn eftir að Ísland í dag viðtalið var tekið var Kolfinna Ögn jörðuð. Þau segja að það hafi verið óraunverulegt að skipuleggja jarðarför fyrir svona lítið kríli. „Það er alltaf ljós handan ganganna og maður svolítið reynir að trúa því bara að lífið hefur vissan tilgang. Hún er búin að kenna okkur og mörgum öðrum miklu meira en mann hafði órað fyrir,“ segir Sigríður. Viðtalið við Sigríði og Magnús má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag Heilbrigðismál Tengdar fréttir Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist „Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. 5. maí 2021 16:39 „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Sjá meira
Saga þeirra hefur vakið töluverða athygli síðan þau opnuðu sig fyrst um missinn á Facebook og fóru þau yfir sína reynslu í þættinum Ísland í dag. Þann 23. apríl fékk Sigríður þær fréttir á Landspítalanum að ekki tækist að finna hjartslátt hjá dóttur þeirra í móðurkviði og var henni tilkynnt að dóttir þeirra væri látin en þarna var Sigríður gengin 21 viku á leið. Þetta var seinnipart föstudags og ekki var hægt að framkalla fæðinguna fyrr en á þriðjudagsmorgninum 27. Apríl, fjórum dögum seinna. Sökum manneklu á spítalanum yfir helgi var ekki hægt að koma henni fyrr að. Helgin og þessi bið var þeim mjög erfið. Ráðherrar höfðu samband Sigríður og Magnús hafa bæði rætt við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eftir að málið komst í fjölmiðla. „Svandís hefur samband við okkur eiginlega strax og þessi Facebook og óskar eftir leyfi til að kanna þetta mál og kanna hvernig þetta fór fram.“ Þau segja að Ásmundur Einar hafi gert slíkt hið sama. „Félagslegi þátturinn er ekkert síður mikilvægur, það sem að gerist eftir á og að fylgja eftir í rauninni þessu áfalli.“ Þau segja samt að rúmum fjórum vikum seinna hafi enginn haft samband við þau frá Landspítalanum. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ljós handan ganganna Dóttir þeirra var nefnd Kolfinna Ögn og fengu þau að hafa hana hjá sér í átta klukkustundir eftir fæðinguna. Þau tóku myndir af dóttur sinni til að skapa minningu um hana. „Hún er náttúrulega einstaklingur og við viljum bara að hún sé viðurkennd sem slík,“ segir Sigríður. „Í okkar augum var þetta ekki fóstur, þetta var barn með tíu fingur og tíu tær, eyru, nef og munn og allt sem því fylgir, segir Magnús.“ Hann biðlar til heilbrigðisstarfsfólks að tala ekki um fóstur við foreldra í þessum aðstæðum. „Í okkar augum er þetta bara barn.“ Daginn eftir að Ísland í dag viðtalið var tekið var Kolfinna Ögn jörðuð. Þau segja að það hafi verið óraunverulegt að skipuleggja jarðarför fyrir svona lítið kríli. „Það er alltaf ljós handan ganganna og maður svolítið reynir að trúa því bara að lífið hefur vissan tilgang. Hún er búin að kenna okkur og mörgum öðrum miklu meira en mann hafði órað fyrir,“ segir Sigríður. Viðtalið við Sigríði og Magnús má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Ísland í dag Heilbrigðismál Tengdar fréttir Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist „Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. 5. maí 2021 16:39 „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Sjá meira
Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist „Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. 5. maí 2021 16:39
„Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00