Lífið

Hafa slitið trú­lofuninni

Atli Ísleifsson skrifar
Liam Payne og Maya Henry þegar allt lék í lyndi árið 2019.
Liam Payne og Maya Henry þegar allt lék í lyndi árið 2019. Getty

Enski söngvarinn Liam Payne og bandaríska fyrirsætan Maya Henry hafa slitið trúlofun sinni.

Hinn 27 ára Payne, sem gerði garðinn frægan með strákasveitinni One Direction, og hin 21 árs gamla Henry trúlofuðust fyrir um tíu mánuðum.

Breskir fjölmiðlar segja Payne hafa greint frá sambandsslitunum í hlaðvarpsþættinum The Diary of a CEO.

„Akkúrat núna líður mér þannig , meira en nokkuð annað, að ég er svo vonsvikinn með sjálfan mig að ég held áfram að særa fólk. Það pirrar mig. Ég hef bara ekki verið nógu góður þegar kemur að samböndum,“ sagði Payne.

Payne eignaðist son með söngkonunni Cheryl Cole árið 2017, en þau áttu í sambandi á árunum 2016 til 2018.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.