Segir gögnunum hafa verið lekið í nóvember Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 3. júní 2021 19:01 Gögnum, sem varða heimildir lögreglu til hlerana og að skoða persónulega bankareikninga, var lekið til sakborninga í nóvember síðastliðnum að sögn verjanda. Sakborningarnir voru handteknir í mars á þessu ári. Hann setur spurningarmerki við verklag lögreglu í málinu. Það sé í hæsta máta undarlegt að lögregla rannsaki mögulegan leka hjá sjálfri sér. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að lögregla skoði nú hvernig viðkvæm gögn í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi bárust í hendur sakborninga. Fréttastofa hefur undir höndum fimmtán úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um afléttingu bankaleyndar sem beinast gegn tveimur mönnum sem eru sakborningar í málinu. Nokkrir úrskurðir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, myndupptöku og notkunar eftirfararbúnaðar. Úrskurðirnir spanna níu mánaða tímabil frá janúar 2020 til september 2020 en á þessum tíma voru mennirnir til rannsóknar. Steinbergur Finnbogason lögmaður hefur verið verjandi annars sakbornings í málinu. Hann hefur þó ekki stöðu verjanda hans í dag. „Þó að ég hafi ekki stöðu í málinu í dag nema vitnastöðu eftir þennan gagnaleka,“ segir Steinbergur. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum í gær að málið væri litið alvarlegum augum. Algjör trúnaðar- og þagnarskylda ríki um gögn sem þessi. Hann sagði jafnframt að lögregla viti ekki hvenær upplýsingarnar bárust sakborningum málsins. Segir að gögnunum hafi verið lekið í nóvember Steinbergur segir umbjóðanda sinn hafa haft samband við sig í nóvember í fyrra og sagst vera með gögnin undir höndum. „Þáverandi umbjóðandi minn óskaði eftir því að ég skoðaði þessi gögn með honum sem honum hafði áskotnast,“ segir Steinbergur og bætir við að fljótlega hafi lögregla fengið upplýsingar um málið. Hann hafi verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna lekans í mars. „Og báru þá undir mig meðal annars hlerað símtal þar sem ég, sem lögmaður, var að ræða við umbjóðanda minn sem kom mér spánkst fyrir sjónir. Þeir vissu um það að umbjóðandi minn hafði þessi gögn undir höndum fyrir mörgum mánuðum síðan,“ segir Steinbergur. Segir undarlegt að lögregla rannsaki sjálfan sig Hann setur spurningarmerki við það að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið málinu í réttan farveg fyrr. „Mér finnst það í hæsta máta undarlegt að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé að rannsaka mögulegan leka hjá sjálfum sér,“ segir Steinbergur. Auk lögreglunnar hafa dómstólarnir og bankarnir gögn sem þessi undir höndum. Ljóst er að um þau á að ríkja algjör trúnaður. Segist ekki vita hvaðan gögnin koma Ert þú meðvitað um hvaðan umbjóðandi þinn fær gögnin? „Nei ég þekki það ekki og þó svo að ég gerði það þá myndi hvíla leynd yfir því.“ Heldurðu að þetta hafi spillt rannsókn málsins? „Það að lögregla geti ekki haldið á málsgögnunum sínum er gríðarlega alvarlegt fyrir rannsóknir mála eðli málsins samkvæmt,“ segir Steinbergur Finnbogason. Fjármálaeftirlitinu gert viðvart Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gert Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands viðvart um lekann. Þetta staðfestir Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi á skrifstofu bankastjóra. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að fjármálaeftirlitið muni taka umrætt mál til nánari skoðunar ef tilefni er til. Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að lögregla skoði nú hvernig viðkvæm gögn í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi bárust í hendur sakborninga. Fréttastofa hefur undir höndum fimmtán úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um afléttingu bankaleyndar sem beinast gegn tveimur mönnum sem eru sakborningar í málinu. Nokkrir úrskurðir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, myndupptöku og notkunar eftirfararbúnaðar. Úrskurðirnir spanna níu mánaða tímabil frá janúar 2020 til september 2020 en á þessum tíma voru mennirnir til rannsóknar. Steinbergur Finnbogason lögmaður hefur verið verjandi annars sakbornings í málinu. Hann hefur þó ekki stöðu verjanda hans í dag. „Þó að ég hafi ekki stöðu í málinu í dag nema vitnastöðu eftir þennan gagnaleka,“ segir Steinbergur. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum í gær að málið væri litið alvarlegum augum. Algjör trúnaðar- og þagnarskylda ríki um gögn sem þessi. Hann sagði jafnframt að lögregla viti ekki hvenær upplýsingarnar bárust sakborningum málsins. Segir að gögnunum hafi verið lekið í nóvember Steinbergur segir umbjóðanda sinn hafa haft samband við sig í nóvember í fyrra og sagst vera með gögnin undir höndum. „Þáverandi umbjóðandi minn óskaði eftir því að ég skoðaði þessi gögn með honum sem honum hafði áskotnast,“ segir Steinbergur og bætir við að fljótlega hafi lögregla fengið upplýsingar um málið. Hann hafi verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna lekans í mars. „Og báru þá undir mig meðal annars hlerað símtal þar sem ég, sem lögmaður, var að ræða við umbjóðanda minn sem kom mér spánkst fyrir sjónir. Þeir vissu um það að umbjóðandi minn hafði þessi gögn undir höndum fyrir mörgum mánuðum síðan,“ segir Steinbergur. Segir undarlegt að lögregla rannsaki sjálfan sig Hann setur spurningarmerki við það að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið málinu í réttan farveg fyrr. „Mér finnst það í hæsta máta undarlegt að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé að rannsaka mögulegan leka hjá sjálfum sér,“ segir Steinbergur. Auk lögreglunnar hafa dómstólarnir og bankarnir gögn sem þessi undir höndum. Ljóst er að um þau á að ríkja algjör trúnaður. Segist ekki vita hvaðan gögnin koma Ert þú meðvitað um hvaðan umbjóðandi þinn fær gögnin? „Nei ég þekki það ekki og þó svo að ég gerði það þá myndi hvíla leynd yfir því.“ Heldurðu að þetta hafi spillt rannsókn málsins? „Það að lögregla geti ekki haldið á málsgögnunum sínum er gríðarlega alvarlegt fyrir rannsóknir mála eðli málsins samkvæmt,“ segir Steinbergur Finnbogason. Fjármálaeftirlitinu gert viðvart Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gert Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands viðvart um lekann. Þetta staðfestir Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi á skrifstofu bankastjóra. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að fjármálaeftirlitið muni taka umrætt mál til nánari skoðunar ef tilefni er til.
Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira