Innlent

Gul við­vörun á Suður­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gul veðurviðvörun tekur gildi á Suðurlandi klukkan sex í kvöld. 
Gul veðurviðvörun tekur gildi á Suðurlandi klukkan sex í kvöld.  Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun tekur gildi klukkan sex á Suðurlandi vegna hvassviðris. Austan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu eru frá Markarfljóti austur að Vík í Mýrdal og einnig á Hellisheiði. Vindhviður gætu náð 30 metum á sekúndu sem gæti valdið ökutækjum, sem taka á sig mikinn vind, vandkvæðum.

Viðvörunin verður í gildi til klukkan 09:00 í fyrramálið, eins og útlitið er núna. Annars staðar á landinu eru útlit fyrir aðeins skárra veður en þó nálgast lægð landið og er því vaxandi suðaustanátt í dag, það þykknar upp og fer að rigna.

Í nótt un draga úr vindi og talvert rólegra verður á morgun, suðaustan 5 til 10 metrar á sekúndu og víða dálítil væta en þurrt norðanlands fram á annað kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×