Íslendingur á gjörgæslu eftir Covid-smit á Everest Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 12:33 Yandy með íslenska og kúbverska fánann á Everest. aðsend Íslensk-kúbverski fjallgöngumaðurinn Yandy Nunez Martinez, sem reyndi að klífa að toppi Everest í síðasta mánuði, er nú á gjörgæslu í Katmandú í Nepal eftir að hafa fengið blóðtappa í lungu ofan í Covid-19 smit. Eiginkona hans segir hann heppinn að vera á lífi en hann er nú á batavegi. Yandy smitaðist af Covid á Everest um miðjan síðasta mánuð. Hann var slappur þegar hann hóf för sína úr grunnbúðunum í aðrar búðir en þegar þangað var komið tók honum mjög að hraka. „Ég fæ svo símtal um að ég verði að panta þyrlu fyrir hann því hann er orðinn svo veikur,“ segir kona hans Halldóra Bjarkadóttir við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá því að Yandy væri á gjörgæslu. Veður var þó svo vont á fjallinu að þyrlan komst ekki að sækja Yandy fyrr en tveimur dögum síðar. „Hann var síðan fluttur á spítala og er greindur þar með Covid og lungnabólgu og blóðtappa í öðrum fæti,“ segir Halldóra. Yandy fór að verða veikur áður en hann komst í búðir 2 á fjallinu.aðsend Heppinn að hafa ekki dáið á hótelinu Hann greindist síðan neikvæður eftir skimun fyrir Covid-19 síðasta fimmtudag og var þá útskrifaður af spítalanum. „Nema hvað að hann er ekki búinn að vera lengi á hótelinu þegar hann byrjar að fá svakalega verki í báða fótleggi, sem versna og versna og síðan um nóttina er hann kominn með mikinn verk í bringuna.“ Hann leitaði því aftur á spítalann daginn eftir og kom þá í ljós að hann væri kominn með blóðtappa í lungun og báða fætur. Hann var þá lagður inn á gjörgæslu og er þar enn að ná sér. „Hann er bara heppinn að hafa ekki dáið þarna á hótelinu,“ segir Halldóra. Hún mun fljúga út til hans þegar hann verður útskrifaður af gjörgæslunni til að hjálpa honum heim. Hún gerir ráð fyrir að það verði eftir um tvær vikur. Yandy hefði orðið fyrsti Kúbverjinn til að ná að klífa á tind Everest-fjalls en hann er jafnframt sá fyrsti til að reyna við tindinn. Halldóra segir hann eðlilega mjög svekktan með að faraldurinn hafi eyðilagt þessa drauma hans. Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Everest Fjallamennska Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Yandy smitaðist af Covid á Everest um miðjan síðasta mánuð. Hann var slappur þegar hann hóf för sína úr grunnbúðunum í aðrar búðir en þegar þangað var komið tók honum mjög að hraka. „Ég fæ svo símtal um að ég verði að panta þyrlu fyrir hann því hann er orðinn svo veikur,“ segir kona hans Halldóra Bjarkadóttir við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá því að Yandy væri á gjörgæslu. Veður var þó svo vont á fjallinu að þyrlan komst ekki að sækja Yandy fyrr en tveimur dögum síðar. „Hann var síðan fluttur á spítala og er greindur þar með Covid og lungnabólgu og blóðtappa í öðrum fæti,“ segir Halldóra. Yandy fór að verða veikur áður en hann komst í búðir 2 á fjallinu.aðsend Heppinn að hafa ekki dáið á hótelinu Hann greindist síðan neikvæður eftir skimun fyrir Covid-19 síðasta fimmtudag og var þá útskrifaður af spítalanum. „Nema hvað að hann er ekki búinn að vera lengi á hótelinu þegar hann byrjar að fá svakalega verki í báða fótleggi, sem versna og versna og síðan um nóttina er hann kominn með mikinn verk í bringuna.“ Hann leitaði því aftur á spítalann daginn eftir og kom þá í ljós að hann væri kominn með blóðtappa í lungun og báða fætur. Hann var þá lagður inn á gjörgæslu og er þar enn að ná sér. „Hann er bara heppinn að hafa ekki dáið þarna á hótelinu,“ segir Halldóra. Hún mun fljúga út til hans þegar hann verður útskrifaður af gjörgæslunni til að hjálpa honum heim. Hún gerir ráð fyrir að það verði eftir um tvær vikur. Yandy hefði orðið fyrsti Kúbverjinn til að ná að klífa á tind Everest-fjalls en hann er jafnframt sá fyrsti til að reyna við tindinn. Halldóra segir hann eðlilega mjög svekktan með að faraldurinn hafi eyðilagt þessa drauma hans.
Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Everest Fjallamennska Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira