Tónlist

Friðrik Dór les upp andstyggileg ummæli um sig

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Rikki G fór yfir alla fréttamiðlana til þess að finna ljótar athugasemdir sem fólk hefði skrifað um Friðrik Dór Jónsson.
Rikki G fór yfir alla fréttamiðlana til þess að finna ljótar athugasemdir sem fólk hefði skrifað um Friðrik Dór Jónsson. Brennslan

Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson kynnti lagið Hvílíkur dagur í Brennslunni í dag. Lagið var frumflutt í þættinum og kemur á allar streymisveitur á morgun en það er Pálmi Ragnar sem gerði lagið með Frikka. 

Í Brennslunni var hann svo látinn lesa upp hræðileg ummæli um sig, sem er vinsæll liður í þættinum. Ummælin sem Frikki Dór var látinn lesa voru andstyggileg og var hann meðal annars kallaður „froðufellandi pillufíkill.“ 

Útkomuna má sjá í þessu skemmtilega myndbandi Brennslunnar.

Hægt er að hlusta á innslagið í heild sinni og lagið Hvílíkur dagur í spilaranum hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

Ásgeir Kolbeins les upp ógeðsleg ummæli um sig

Athafnarmaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Koleinsson mætti í Brennsluna á FM957 í gærmorgun og las upp andstyggilegar athugasemdir um sig sem skrifaðar hafa verið á veraldarvefnum.

Simmi les upp andstyggileg ummæli um sig

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, eigandi Barion, Hlöllabáta og Minigarðsins, mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og las upp andstyggilegar athugasemdir um sjálfan sig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.