Sex hópar verið dregnir og boðaðir í bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2021 15:57 Á bólusetningardögum hefur verið þétt setið inni í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Nú hafa alls sex hópar af sextíu verið boðaðir til bólusetningar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Réttur þeirra sem fá boðun samkvæmt handahófskennda kerfinu helst áfram, þótt það komist ekki á tilsettum boðunartíma. Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Nú hafa karlar fæddir 1999, 1987 og 1978 verið dregnir til boðunar í bólusetningu og konur fæddar 1996, 1983 og 1982 og gildir þetta fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu. Þessir hópar eiga að hafa fengið boð í bólusetningu, en Ragnheiður segir rétt fólks til að mæta í bólusetningu ekki falla niður þó það komist ekki um leið og boðað er, líkt og einhverjir hafa haft áhyggjur af. „Þú átt þinn rétt, hann helst og þú átt alltaf rétt á að koma til okkar í bólusetningu þegar þér hentar,“ segir Ragnheiður. Það er þó auðvitað með þeim fyrirvara að verið sé að bólusetja þann daginn, með því bóluefni sem viðkomandi hefur verið boðaður í bólusetningu með. Bólusett var á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag. Þá bendir Ragnheiður á að mikilvægt sé að fólk virði boðaðan tíma eins og mögulegt er, en það geti eins og áður sagði mætt á öðrum tíma komist það með engu móti á þeim tíma sem það er boðað. Ragnheiður segir þá að bólusetning þeirra forgangshópa sem eftir stóðu sé vel á veg komin. Búið sé að „kasta út síðasta netinu“ til hópa númer sex og sjö, það er að segja síðasta boðun hafi verið send út. Í þeim hópum er fólk sextíu ára og eldri annars vegar og einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma hins vegar. Ragnheiður Ósk hefur séð um að draga um hvaða hópar fá næstir boðun í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Bólusetning hóps númer átta, starfsfólks leik- grunn og framhaldsskóla sé þá háð því afhendingu á bóluefni Janssen, sem sóttvarnalæknir hefur mælt með að sá hópur verði bólusettur með. „Við höfum bara fengið svo lítið af Janssen að við höfum ekki náð að klára þessa hópa,“ segir Ragnheiður. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Nú hafa karlar fæddir 1999, 1987 og 1978 verið dregnir til boðunar í bólusetningu og konur fæddar 1996, 1983 og 1982 og gildir þetta fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu. Þessir hópar eiga að hafa fengið boð í bólusetningu, en Ragnheiður segir rétt fólks til að mæta í bólusetningu ekki falla niður þó það komist ekki um leið og boðað er, líkt og einhverjir hafa haft áhyggjur af. „Þú átt þinn rétt, hann helst og þú átt alltaf rétt á að koma til okkar í bólusetningu þegar þér hentar,“ segir Ragnheiður. Það er þó auðvitað með þeim fyrirvara að verið sé að bólusetja þann daginn, með því bóluefni sem viðkomandi hefur verið boðaður í bólusetningu með. Bólusett var á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag. Þá bendir Ragnheiður á að mikilvægt sé að fólk virði boðaðan tíma eins og mögulegt er, en það geti eins og áður sagði mætt á öðrum tíma komist það með engu móti á þeim tíma sem það er boðað. Ragnheiður segir þá að bólusetning þeirra forgangshópa sem eftir stóðu sé vel á veg komin. Búið sé að „kasta út síðasta netinu“ til hópa númer sex og sjö, það er að segja síðasta boðun hafi verið send út. Í þeim hópum er fólk sextíu ára og eldri annars vegar og einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma hins vegar. Ragnheiður Ósk hefur séð um að draga um hvaða hópar fá næstir boðun í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Bólusetning hóps númer átta, starfsfólks leik- grunn og framhaldsskóla sé þá háð því afhendingu á bóluefni Janssen, sem sóttvarnalæknir hefur mælt með að sá hópur verði bólusettur með. „Við höfum bara fengið svo lítið af Janssen að við höfum ekki náð að klára þessa hópa,“ segir Ragnheiður.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira