Vill lobbía fyrir veiðimanninum og frambjóðandanum Guðlaugi Þór Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2021 14:01 Ýmsir skotveiðimenn eru áfram um að veiðimaðurinn Guðlaugur Þór hljóti góða kosningu í Reykjavík. vísir/vilhelm/skjáskot Skotveiðimenn sumir hverjir vilja styðja Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í prófkjörsslag en það er umdeilt. Einar Haraldsson leiðsögumaður og byggingatæknifræðingur er stuðningsmaður Guðlaugs Þórs og hefur birt tilkomumikla mynd af honum í ýmsum hópum þar sem veiðar eru til umræðu. Þar má sjá Guðlaug Þór stilla sér upp hjá myndarlegum tarfi sem hann hefur fellt, nánar tiltekið á svæði 2 þar sem heitir Þuríðardalur. „Þurfum Guðlaug Þór Þórðarson í toppsæti. Allt of fáir veiðimenn á þingi. Kjósið alla veiðimenn í öllum prófkjörum!“ segir Einar í Facebook-hópi sem heitir Hreindýraveiðispjallið. Og birtir téða mynd. Umdeildur áróður fyrir Guðlaug Þór Einar kemur þessum skilaboðum einnig á framfæri í öðrum Facebook-hópi sem heitir Skotveiðispjallið. Þar segir hann: „Eini þingmaðurinn og ráðherrann sem ég hef leiðsagt við hreindýraveiðar. Mér er slétt sama hvað þið kjósið í kosningum en þurfum Gulla (Guðlaugur Þór Þórðarson) í toppsæti. Kjósum í öllum prófkjörum!“ Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður umhverfisstofnunar, sem annast skipulag á hreindýraveiðum fyrir austan segir í athugasemd að hans skoðun sé sú að svona spjallsíður eigi ekki að nota í pólitískum tilgangi. Þær séu ekki til þess ætlaðar. Einar segist, í samtali við Vísi, alveg skilja hvað Jóhann sé að meina. Og hann sé öðrum þræði sammála honum. Þetta eigi ekki að vera pólitískur vettvangur. En til hins beri að líta að um er að ræða prófkjörsbaráttu, ekki flokkapólitík í sjálfu sér. „Ég ætla ekki að hamast í að segja mönnum hvaða flokk það á að kjósa. Þetta snýst um að fá fólk inn sem þekkir til. Við eigum ekki að vera feimin við að lobbía fyrir þeim sem vilja gera hlutina skynsamlega. Burtséð frá því hvaða flokkum þeir tilheyra.“ Vill fá veiðimenn á þing og í forystu Myndin sem Einar birtir af Guðlaugi er um tíu ára gömul. Einar segist hafa farið tvisvar með Guðlaug Þór á hreindýraveiðar sem og á svartfuglsveiðar. Honum þykir gæta verulegrar firringar í stjórnsýslunni og meðal stjórnmálamanna í öllu því sem lýtur að veiðum. Einar hefur setið í stjórn Skotvís og þekkir þá baráttu mæta vel. Einar á gæsaveiðum. Hann segir bráðnauðsynlegt að vegur veiðimanna í prófkjörum verði sem mestur. Mikillar firringar gæti í stjórnsýslunni og meðal stjórnmálastéttarinnar á veiðum og í ýmsu því er snýr að hálendinu.aðsend Hann vísar í því sambandi til fyrirhugaðra laga um hálendisþjóðgarð, nýja veiðilöggjöf og skotvopnalöggjöf þar sem honum sýnist gæta mikillar vanþekkingar. „Við þurfum menn sem vita um hvað þeir eru að tala. Við þurfum stjórnmálamenn sem þora að opna kjaftinn. Við þurfum menn sem vita um hvað þeir eru að tala. Þekkja hálendið. Það skiptir öllu máli,“ segir Einar. Eins og Vísir greindi frá í morgun er nú yfirstandandi mikil barátta í Reykjavík um leiðtogasætið, milli Guðlaugs Þórs og svo Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Guðlaugur Þór er þekktur afreksmaður í kosningabaráttu en Áslaug Arna, sem tilheyrir annarri kynslóð, sækir inn á áður óþekktar lendur sem eru samfélagsmiðlarnir – Instagram og þar hefur andinn verið sá að veiðar séu ekkert endilega eitthvað sem hafa á í hávegum. Spennandi verður, meðal annars í því ljósi, að sjá hvernig fer. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skotveiði Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Skotvopn Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Einar Haraldsson leiðsögumaður og byggingatæknifræðingur er stuðningsmaður Guðlaugs Þórs og hefur birt tilkomumikla mynd af honum í ýmsum hópum þar sem veiðar eru til umræðu. Þar má sjá Guðlaug Þór stilla sér upp hjá myndarlegum tarfi sem hann hefur fellt, nánar tiltekið á svæði 2 þar sem heitir Þuríðardalur. „Þurfum Guðlaug Þór Þórðarson í toppsæti. Allt of fáir veiðimenn á þingi. Kjósið alla veiðimenn í öllum prófkjörum!“ segir Einar í Facebook-hópi sem heitir Hreindýraveiðispjallið. Og birtir téða mynd. Umdeildur áróður fyrir Guðlaug Þór Einar kemur þessum skilaboðum einnig á framfæri í öðrum Facebook-hópi sem heitir Skotveiðispjallið. Þar segir hann: „Eini þingmaðurinn og ráðherrann sem ég hef leiðsagt við hreindýraveiðar. Mér er slétt sama hvað þið kjósið í kosningum en þurfum Gulla (Guðlaugur Þór Þórðarson) í toppsæti. Kjósum í öllum prófkjörum!“ Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður umhverfisstofnunar, sem annast skipulag á hreindýraveiðum fyrir austan segir í athugasemd að hans skoðun sé sú að svona spjallsíður eigi ekki að nota í pólitískum tilgangi. Þær séu ekki til þess ætlaðar. Einar segist, í samtali við Vísi, alveg skilja hvað Jóhann sé að meina. Og hann sé öðrum þræði sammála honum. Þetta eigi ekki að vera pólitískur vettvangur. En til hins beri að líta að um er að ræða prófkjörsbaráttu, ekki flokkapólitík í sjálfu sér. „Ég ætla ekki að hamast í að segja mönnum hvaða flokk það á að kjósa. Þetta snýst um að fá fólk inn sem þekkir til. Við eigum ekki að vera feimin við að lobbía fyrir þeim sem vilja gera hlutina skynsamlega. Burtséð frá því hvaða flokkum þeir tilheyra.“ Vill fá veiðimenn á þing og í forystu Myndin sem Einar birtir af Guðlaugi er um tíu ára gömul. Einar segist hafa farið tvisvar með Guðlaug Þór á hreindýraveiðar sem og á svartfuglsveiðar. Honum þykir gæta verulegrar firringar í stjórnsýslunni og meðal stjórnmálamanna í öllu því sem lýtur að veiðum. Einar hefur setið í stjórn Skotvís og þekkir þá baráttu mæta vel. Einar á gæsaveiðum. Hann segir bráðnauðsynlegt að vegur veiðimanna í prófkjörum verði sem mestur. Mikillar firringar gæti í stjórnsýslunni og meðal stjórnmálastéttarinnar á veiðum og í ýmsu því er snýr að hálendinu.aðsend Hann vísar í því sambandi til fyrirhugaðra laga um hálendisþjóðgarð, nýja veiðilöggjöf og skotvopnalöggjöf þar sem honum sýnist gæta mikillar vanþekkingar. „Við þurfum menn sem vita um hvað þeir eru að tala. Við þurfum stjórnmálamenn sem þora að opna kjaftinn. Við þurfum menn sem vita um hvað þeir eru að tala. Þekkja hálendið. Það skiptir öllu máli,“ segir Einar. Eins og Vísir greindi frá í morgun er nú yfirstandandi mikil barátta í Reykjavík um leiðtogasætið, milli Guðlaugs Þórs og svo Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Guðlaugur Þór er þekktur afreksmaður í kosningabaráttu en Áslaug Arna, sem tilheyrir annarri kynslóð, sækir inn á áður óþekktar lendur sem eru samfélagsmiðlarnir – Instagram og þar hefur andinn verið sá að veiðar séu ekkert endilega eitthvað sem hafa á í hávegum. Spennandi verður, meðal annars í því ljósi, að sjá hvernig fer.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skotveiði Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Skotvopn Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira