Innlent

Falla frá skaða­bóta­máli vegna skemmdar­verka á Akur­eyrar­kirkju 2017

Atli Ísleifsson skrifar
Skemmdarverkin voru unnin á kirkjunni í skjóli nætur í ársbyrjun 2017.
Skemmdarverkin voru unnin á kirkjunni í skjóli nætur í ársbyrjun 2017. SVAVAR ALFREÐ JÓNSSON

Akureyrarkirkja hefur fellt niður skaðabótamál á hendur manni vegna skemmdaverka sem hann vann á kirkjunni í upphafi árs 2017. Málinu er því að fullu lokið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá kirkjunni, en RÚV greindi frá því á dögunum að kirkjan hafi krafist þess að fá tuttugu og eina milljón króna í skaðabætur. Saksóknari lét málið niður falla á sínum tíma þar sem skemmdarvargurinn, sem var á þrítugsaldri þegar þau voru unnin, var metinn ósakhæfur.

„Í kjölfar fréttaflutnings af dómsmálinu hafði margt gott fólk samband við sóknarnefnd og lýsti vilja til að leggja henni lið ef hægt væri að finna aðrar leiðir til að mæta kostnaði við lagfæringu vegna skemmdanna. Úrbótakostnaður varð umtalsvert hærri en styrkir sem fengust til framkvæmdarinnar.

MYND/SVAVAR ALFREÐ JÓNSSON

Akureyrarkirkja er ein helsta táknmynd Akureyrar og nýtur mikils velvilja í samfélaginu.

Sóknarnefnd hefur fengið til liðs við sig hóp valinkunnra einstaklinga sem hafa tekið að sér að stýra fjáröflun sem hefur það að markmiði að sóknarnefnd geti mætt verkefni sínu með liðsinni hollvina kirkjunnar,“ segir í tilkynningunni.

Í frétt Vísis af skemmdarverkunum í janúar 2017 kom fram að kirkjan væri húðuð skeljasandi og þurfi því sérstaka meðferð til að ná krotinu af.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.