Innlent

Von á lúsmýi á næstu dögum

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Lúsmý gæti gert vart við sig á næstu dögum.
Lúsmý gæti gert vart við sig á næstu dögum. ERLING ÓLAFSSON

Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní.

Gísli bendir á að það sé þó einungis kvendýrið sem bítur og sækir það aðallega á þegar fólk sefur. Hann segir að besta leiðin til þess að forðast bit sé að notast við flugnanet og flugnafælur. Þá getur einnig verið gott ráð að hafa viftu inni í svefnherbergi.

Íslendingar með ferðaáform í sumar þurfa þó ekki að örvænta, þar sem lúsmý hefur ekki enn náð útbreiðslu um allt landið. Ekkert lúsmý hefur fundist austan við Markarfljót, á Austfjörðum eða á Vestfjörðum. Lúsmý er helst útbreitt frá Eyjafirði, á Vesturlandi og Suðurlandi. Gísli segir að óttinn við lúsmý sé óþarfur. Fólk muni venjast því innan fárra ára.

Annar vágestur sem Gísli talar um er moskítóflugan sem Íslendingar kannast margir við af ferðum sínum erlendis. Hann telur það vera tímaspursmál hvenær hún komi hingað til lands. Ísland og Færeyjar eru einu löndin sem hafa sloppið við moskítóflugur og segir Gísli það einungis vera tilviljun. Moskítóflugan hefur greiða leið hingað til lands, til dæmis með flugvélum.

Almennt hefur verið lítið um flugur hér á landi undanfarið en Gísli segir að þar hafi kuldi í vor haft áhrif. Humlur og geitungar eru seinna á ferðinni sem hefur þær afleiðingar að búin verða minni.


Tengdar fréttir

Besta vörnin við lús­mýi sér­stök flugna­net

Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×