Innlent

Drukknun við Svuntufoss í Patreksfirði

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Svuntufoss fellur niður í botn Patreksfjarðar.
Svuntufoss fellur niður í botn Patreksfjarðar. vísir

Karlmaður drukknaði í dag við Svuntu­foss í Ósá fyrir botni Pat­reks­fjarðar. Maðurinn var á miðjum aldri en hann hafði ætlað sér að fara út í hyl undir fossinum.

Í til­kynningu frá Lög­reglunni á Vest­fjörðum segir að slysið hafi orðið á tólfta tímanum í morgun.

Mikill straumur reyndist í hylnum og virðist maðurinn hafa misst fótanna og lent í sjálf­heldu í straumnum og fest um stund þar til nær­staddir komu honum til hjálpar.

Hann hafði þá misst með­vitund og hófu þau sem voru á staðnum endur­lífgunar­til­raunir. Þeim var haldið á­fram þar til maðurinn hafði verið fluttur með þyrlu á sjúkra­hús í Reykja­vík þar sem hann var úr­skurðaður látinn.

Rann­sókn lög­reglu á til­drögum slyssins er í höndum lög­reglunnar á Vest­fjörðum og segir hún að ó­tíma­bært sé að greina frá nafni mannsins. Fjöl­skyldu hans hefur verið til­kynnt um and­látið.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.