„Við erum að sjá mynstur sem við höfum séð áður“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. maí 2021 13:22 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Enn er fólk að greinast með kórónuveiruna utan sóttkvíar. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af stöðunni þar sem ljóst er að smit sem kom til landsins þann 11. apríl hafi fengið að malla lengi í samfélaginu. Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og þar af tveir utan sóttkvíar við greiningu. Í fyrradag greindust fimm smitaðir og af þeim voru tveir utan sóttkvíar. Víðir segir stöðuna áhyggjuefni. „Já það er það. Alltaf þegar svona er og sérstaklega eins og í þessu tilfelli þar sem raðgreiningartengingin sýnir okkur tengingar dálítið langt aftur í tímann sem segir að þetta er búið að malla í dálítinn tíma og svo er þetta að detta inn eitt og eitt og stundum erfitt að tengja þetta saman í smitrakningunni og það gefur vísbendingar um að það sé enn einhver mallandi sýking tengd þessu sem getur blossað upp.“ Veiran mallað í samfélaginu Rakning hafi gengið vel þó að veiran hafi fengið að malla í samfélaginu. „Þessi týpa af veirunni kemur inn í landið þann 11. apríl, síðan líður dálítill tími og 9. maí förum við að sjá nokkur smit tengd þessari raðgreiningu. Síðan hefur þetta verið að detta inn síðustu daga aftur þannig að þetta er ansi langur tími sem þetta hefur haft tækifæri til að malla í samfélaginu,“ sagði Víðir. Fór óvarlega í sóttkví Hann segir að sá sem kom smitaður til landsins þann 11. apríl hafi farið óvarlega í sóttkví með þeim afleiðingum að smit komst inn í samfélagið. Eftirlit á landamærunum hefur verið aukið frá þeim tíma. „Og harðari aðgerðir á landamærunum síðan í byrjun apríl. Það er að vonandi að skila sér í því að við erum ekki að sjá nein ný smit koma frá landamærunum í mjög langan tíma.“ „Væri ferlega vont að fá nýja bylgju“ „Við höfum alveg séð svona áður sem hefur síðan orðið að hópsmitum þannig þetta er ferli sem við þekkjum aðeins of vel. Þess vegna höfum við áhyggjur núna. Það væri ferlega vont að fá einhverja bylgju þannig maður er að vona að fólk passi sig mjög vel. Þó það sé búið að slaka á sóttvarnarráðstöfunum að einhverju leyti þá höldum við áfram að passa okkur,“ segir Víðir. Víðir hefur áhyggjur af skemmtanalífinu um helgina þar sem ungt fólk er í meirihluta þeirra sem hafa greinst smitaðir síðustu daga og sameiginlegir snertifletir raktir til veitinga- og skemmtistaða. „Hluti af þeim smitum sem við erum búin að rekja síðustu daga eiga sameiginlega snertifleti á veitinga- eða skemmtistöðum og svo er þetta líka yngra fólk sem er að skemmta sér. Sjá þekkt mynstur „Þetta er eitthvað sem við sáum í upphafi á öðrum bylgjum. Til dæmis í upphafi þriðju bylgjunnar þá voru lang flest smitin sem við vorum að greina í upphafi hennar voru hjá yngra fólki en svo breiddist þetta um allt samfélagið. Þannig við erum að sjá mynstur sem við höfum séð áður og höfum auðvitað áhyggjur af því en á móti kemur að við erum í allt annarri stöðu núna heldur en við vorum í í september eða október út af bólusetningunum,“ segir Víðir. Bólusetningar handan við hornið „Við höfum sérstakar áhyggjur af þessari helgi. Þetta er sá aldursflokkur sem hefur litla eða nánast enga bólusetningu fengið þannig þetta gæti verið efniviður í faraldur en við verðum aðeins að sjá til hvernig vikan verður í framhaldinu. Þetta er það sem við höfum áhyggjur af. Okkur vantar nokkrar vikur enn í öflugar bólusetningar til að ná utan um þennan hóp og þetta er rétt handan við hornið, að við förum að bólusetja þennan hóp. Þannig það er áhyggjuefni á meðan við erum með stöðugt eitt og eitt smit utan sóttkvíar,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og þar af tveir utan sóttkvíar við greiningu. Í fyrradag greindust fimm smitaðir og af þeim voru tveir utan sóttkvíar. Víðir segir stöðuna áhyggjuefni. „Já það er það. Alltaf þegar svona er og sérstaklega eins og í þessu tilfelli þar sem raðgreiningartengingin sýnir okkur tengingar dálítið langt aftur í tímann sem segir að þetta er búið að malla í dálítinn tíma og svo er þetta að detta inn eitt og eitt og stundum erfitt að tengja þetta saman í smitrakningunni og það gefur vísbendingar um að það sé enn einhver mallandi sýking tengd þessu sem getur blossað upp.“ Veiran mallað í samfélaginu Rakning hafi gengið vel þó að veiran hafi fengið að malla í samfélaginu. „Þessi týpa af veirunni kemur inn í landið þann 11. apríl, síðan líður dálítill tími og 9. maí förum við að sjá nokkur smit tengd þessari raðgreiningu. Síðan hefur þetta verið að detta inn síðustu daga aftur þannig að þetta er ansi langur tími sem þetta hefur haft tækifæri til að malla í samfélaginu,“ sagði Víðir. Fór óvarlega í sóttkví Hann segir að sá sem kom smitaður til landsins þann 11. apríl hafi farið óvarlega í sóttkví með þeim afleiðingum að smit komst inn í samfélagið. Eftirlit á landamærunum hefur verið aukið frá þeim tíma. „Og harðari aðgerðir á landamærunum síðan í byrjun apríl. Það er að vonandi að skila sér í því að við erum ekki að sjá nein ný smit koma frá landamærunum í mjög langan tíma.“ „Væri ferlega vont að fá nýja bylgju“ „Við höfum alveg séð svona áður sem hefur síðan orðið að hópsmitum þannig þetta er ferli sem við þekkjum aðeins of vel. Þess vegna höfum við áhyggjur núna. Það væri ferlega vont að fá einhverja bylgju þannig maður er að vona að fólk passi sig mjög vel. Þó það sé búið að slaka á sóttvarnarráðstöfunum að einhverju leyti þá höldum við áfram að passa okkur,“ segir Víðir. Víðir hefur áhyggjur af skemmtanalífinu um helgina þar sem ungt fólk er í meirihluta þeirra sem hafa greinst smitaðir síðustu daga og sameiginlegir snertifletir raktir til veitinga- og skemmtistaða. „Hluti af þeim smitum sem við erum búin að rekja síðustu daga eiga sameiginlega snertifleti á veitinga- eða skemmtistöðum og svo er þetta líka yngra fólk sem er að skemmta sér. Sjá þekkt mynstur „Þetta er eitthvað sem við sáum í upphafi á öðrum bylgjum. Til dæmis í upphafi þriðju bylgjunnar þá voru lang flest smitin sem við vorum að greina í upphafi hennar voru hjá yngra fólki en svo breiddist þetta um allt samfélagið. Þannig við erum að sjá mynstur sem við höfum séð áður og höfum auðvitað áhyggjur af því en á móti kemur að við erum í allt annarri stöðu núna heldur en við vorum í í september eða október út af bólusetningunum,“ segir Víðir. Bólusetningar handan við hornið „Við höfum sérstakar áhyggjur af þessari helgi. Þetta er sá aldursflokkur sem hefur litla eða nánast enga bólusetningu fengið þannig þetta gæti verið efniviður í faraldur en við verðum aðeins að sjá til hvernig vikan verður í framhaldinu. Þetta er það sem við höfum áhyggjur af. Okkur vantar nokkrar vikur enn í öflugar bólusetningar til að ná utan um þennan hóp og þetta er rétt handan við hornið, að við förum að bólusetja þennan hóp. Þannig það er áhyggjuefni á meðan við erum með stöðugt eitt og eitt smit utan sóttkvíar,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira