Innlent

Kona al­var­lega slösuð eftir slysið á Vestur­lands­vegi

Kjartan Kjartansson skrifar
Slysið varð undir brú yfir Vesturlandsveg við Leirvogstungu í Mosfellsbæ skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Myndin er af Mosfellsbæ en slysstaðurinn er fyrir norðan bæinn og sést ekki á henni.
Slysið varð undir brú yfir Vesturlandsveg við Leirvogstungu í Mosfellsbæ skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Myndin er af Mosfellsbæ en slysstaðurinn er fyrir norðan bæinn og sést ekki á henni. Vísir/Vilhelm

Tvær konur og einn karlmaður slösuðust í árekstri pallbíls og fólksbíl undir brú yfir Vesturlandsveg við Leirvogstungu í Mosfellsbæ í kvöld. Önnur konan er sögð alvarlega slösuð en líklega ekki í lífshættu.

Slysið átti sér stað skömmu eftir klukkan sjö í kvöld en í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram að tvær bifreiðar hefði skollið framan á hvor aðra.

Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var áreksturinn afar harður. Beita þurfti klippum til þess að ná konunni sem slasaðist alvarlega út úr annarri bifreiðinni. Hún var með mikla áverka en er líklega ekki í lífshættu, að sögn varðstjóra.

Hin tvö eru sögð hafa slasast minna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.