Embætti landlæknis styður bann við spilakössum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. maí 2021 17:26 Embætti landlæknis styður bann við spilakössum samkvæmt umsögn þeirra við frumvarp um bann við spilakössum. vísir/VIlhelm Embætti landlæknis segir rannsóknir benda til þess að spilakassar séu sú tegund fjárhættuspila sem helst tengist spilafíkn og styður bann við spilakössum sem lagt er til í frumvarpi sem nú er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram í lok mars en fyrstu umræðu um það er lokið og er það nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Í nýrri umsögn frá Landlækni segir að embættið styðji málið. Í því er lagt til að rekstur spilakassa verði með öllu bannaður og að ríkissjóður bæti Íslandsspilum og Háskóla Íslands tekjutapið. Í umsögn Landlæknis er bent á að á sínum tíma hafi um níutíu prósent þeirra sem leituðu til hjálpastöðva um spilavanda í Noregi verið fólk sem spilaði í spilakössum, en þeir voru bannaðir þar í landi árið 2007. Þá sýni sænsk rannsókn að um sjötíu prósent af veltu spilakassa komi frá fólki með spilavanda. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram.vísir/Vilhelm Í dag hafa tvö félög heimild til reksturs spilakassa hér á landi. Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil, sem er félag í eigu Rauða krossins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Nokkrar umsagnir hafa borist um frumvarpið sem Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna. Í þeirra umsögn er vísað í könnun Gallup sem sýnir að yfirgnæfandi meirihluti fólks vilji láta loka spilakössum til frambúðar. Í umsögn Háskóla Íslands er tekið undir áhyggjur af tengslum spilavanda við spilakassa. Jón Atli Benediktsson, sem skrifar umsögnina fyrir hönd háskólans, segir hins vegar vafa undiropið að vandinn verði leystur með boðum og bönnum. Vísað er til þess að málið sé til skoðunar í starfshópi. „Áður en til ákvarðana kemur um einstaka þætti er mun nær að greina hvort og þá hvemig unnt er að mæta ýmsum sjónarmiðum sem fram hafa komið varðandi leiðir við tekjuöflun Happdrættisins, án þess að til samdráttar komi og jafnframt um leið að draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. Með öðmm orðum er mikilvægt, sem fyrr greinir, að mál af þessu tagi séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu,“ segir í umsögn háskólans. Fjárhættuspil Alþingi Fíkn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram í lok mars en fyrstu umræðu um það er lokið og er það nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Í nýrri umsögn frá Landlækni segir að embættið styðji málið. Í því er lagt til að rekstur spilakassa verði með öllu bannaður og að ríkissjóður bæti Íslandsspilum og Háskóla Íslands tekjutapið. Í umsögn Landlæknis er bent á að á sínum tíma hafi um níutíu prósent þeirra sem leituðu til hjálpastöðva um spilavanda í Noregi verið fólk sem spilaði í spilakössum, en þeir voru bannaðir þar í landi árið 2007. Þá sýni sænsk rannsókn að um sjötíu prósent af veltu spilakassa komi frá fólki með spilavanda. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram.vísir/Vilhelm Í dag hafa tvö félög heimild til reksturs spilakassa hér á landi. Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil, sem er félag í eigu Rauða krossins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Nokkrar umsagnir hafa borist um frumvarpið sem Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna. Í þeirra umsögn er vísað í könnun Gallup sem sýnir að yfirgnæfandi meirihluti fólks vilji láta loka spilakössum til frambúðar. Í umsögn Háskóla Íslands er tekið undir áhyggjur af tengslum spilavanda við spilakassa. Jón Atli Benediktsson, sem skrifar umsögnina fyrir hönd háskólans, segir hins vegar vafa undiropið að vandinn verði leystur með boðum og bönnum. Vísað er til þess að málið sé til skoðunar í starfshópi. „Áður en til ákvarðana kemur um einstaka þætti er mun nær að greina hvort og þá hvemig unnt er að mæta ýmsum sjónarmiðum sem fram hafa komið varðandi leiðir við tekjuöflun Happdrættisins, án þess að til samdráttar komi og jafnframt um leið að draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. Með öðmm orðum er mikilvægt, sem fyrr greinir, að mál af þessu tagi séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu,“ segir í umsögn háskólans.
Fjárhættuspil Alþingi Fíkn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira