Innlent

Út­köll vegna gróður­elda 67 talsins frá 9. apríl

Atli Ísleifsson skrifar
Frá slökkvistarfi vegna gróðurelda við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði fyrr í mánuðinum. .
Frá slökkvistarfi vegna gróðurelda við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði fyrr í mánuðinum. . Vísir/Vilhelm

Slökkvilið á landinu hafa samtals þurft að sinna 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl og er ljóst að gróðureldaváin sé komin til að vera hér á landi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, en þar segir að til að bregðast við vaxandi ógn af völdum gróðurelda hér landi hafi stofnunin sett á laggirnar starfshóp um varnir gegn gróðureldum.

„Hópurinn fær það verkefni að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum í formi forvarna og fræðslu um gróðurelda, en hann er samsettur af sérfræðingum með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Reynslan af baráttu við gróðurelda, bæði hér á landi og erlendis, sýnir að til að ná árangri þurfi að samstilla alla sem koma að slökkvistarfi eða verða fyrir áhrifum af gróðureldum og beina þurfi forvörnum og fræðslu þvert á samfélagið.

Til marks um aukna hættu af þurrum gróðri og eldsmat í náttúru Íslands þá hafa slökkvilið, víðsvegar af landinu, sinnt alls 67 útköllum vegna gróðurelda frá 9. apríl síðastliðnum. Ljóst er að gróðureldaváin er komin til að vera, m.a. fyrir tilstilli hnattrænu hlýnunar sem og aukinnar gróðursældar hér á landi.“

Í starfshópnum munu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Félag slökkviliðsstjóra, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), Lögreglustjórafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Skipulagsstofnun, Skógræktin, Veðurstofa Íslands og Verkís eiga fulltrúa, en formaður hans er Regína Valdimarsdóttir, forstöðumaður á sviði brunavarna hjá HMS.

Hættustig vegna hættu á gróðureldum er nú í gildi frá höfuðborgarsvæðinu norður að Tröllaskaga og í Austur Skaftafellssýslu.


Tengdar fréttir

Áfram hætta á gróðureldum þrátt fyrir úrkomu

Hættustig vegna gróðurelda er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir úrkomu um hvítasunnuhelgina. Áfram er spáð þurrki næstu daga ásamt talsverðum vindi. Til stendur að endurmeta stöðuna á föstudag en þá er von á úrkomu á Suðvesturlandi.

Ný slökkviskjóla tekin í gagnið

Landhelgisgæslan keypti nýja slökkviskjólu frá Kanada eftir að skjóla gæslunnar eyðilagðist við slökkvistörf í Heiðmörk á dögunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.