Innlent

Hiti við 20 gráður fyrir norðan

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Það var sumar á Akureyri í dag.
Það var sumar á Akureyri í dag. vísir/vilhelm

Ekki mátti miklu muna að hitinn færi upp í 20 gráður á Norður­landi í dag. Á þremur stöðum sýndu mælar Veður­stofunnar meira en 19 gráður, bæði í Skaga­firðinum og á torfum í Eyja­firði.

Norð­lendingar hafa getað notið hitans vel því í dag var heið­skírt og stillt veður.

Daníel Þor­láks­son, veður­fræðingur hjá Veður­stofunni, segir að veðrið verði svipað á morgun fyrir norðan; mjög hlýtt, heið­skírt og stillt.

Hann úti­lokar þá ekki að í borginni verði veðrið eitt­hvað í átt við það sem er á Norður­landi þó ljóst sé að hér verði ör­lítið meiri vindur og að hitinn fari ekki svo hátt. „Ef allt gengur upp gætum við þó farið upp í alveg 14, 15 gráður hérna á morgun,“ segir hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.