Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Tímamót urðu í dag þegar viðskiptavinir verslana gátu í fyrsta sinn mætt grímulausir í tíu mánuði og 150 manns máttu í fyrsta sinn koma saman síðan síðasta haust. Við förum í verslanir og ræðum við fólk í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sumir eru dauðfegnir að þurfa ekki lengur að setja upp grímu en aðrir ætla að halda því áfram þrátt fyrir að það sé ekki skylda.

Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur óttast dauðadóm eftir að flugvél RyanAir var snúið af leið og lent í Hvíta-Rússlandi. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum, sem hefur vakið reiði í Evrópu og Alexander Lúkasjenka, forseti landsins, sætir harðri gagnrýni enn á ný.

Kristján Már ræðir við talsmann landeigenda Ísólfsskála sem segir skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið. Þá verðum við í beinni útsendingu frá Alþingi, fjölmiðlafrumvarpið svokallaða var samþykkt í dag og hart var tekist á um Samherjamálið á þingi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×