Reynslunni ríkari þrátt fyrir engin stig Sylvía Hall skrifar 24. maí 2021 11:21 James Newman flutti lagið Embers fyrir hönd Bretlands í Eurovision í ár. Getty/Soeren Stache „Ég vil einblína á það jákvæða við þessa ótrúlegu lífreynslu. Ég stóð á sviði og söng fyrir hundruð milljónir lag sem ég samdi og elska,“ skrifar James Newman, fulltrúi Breta í Eurovision í ár, á Twitter-síðu sína í dag. Newman flutti lagið Embers, sem hann samdi sjálfur og flutti á úrslitakvöldinu. Svo fór að hann hafnaði í 26. og neðsta sæti keppninnar með engin stig, hvorki frá dómnefndum né símakosningu áhorfenda. Þegar kynnar kvöldsins tilkynntu að Bretland fengi engin stig í keppninni í ár fagnaði þó salurinn Newman vel og innilega, sem sjálfur virtist taka tilkynningunni af æðruleysi. I know this is gutting, but the way the whole arena rallied around James Newman was a really touching #Eurovision pic.twitter.com/9U6cZDhgxT— Scott Bryan (@scottygb) May 22, 2021 Hann segist þakklátur fyrir keppnina, enda hafi hann lært mikið af öllum þeim sem fylgdu honum í ferlinu og komu að keppninni sjálfri. Þar sé fagfólk á ferð sem sé heiður að vinna með. „Þetta er besta fólkið í bransanum og ég fékk tækifæri til þess að vinna með þeim og deila þessari ótrúlegu reynslu sem ég er svo heppinn að hafa fengið tækifæri til þess að upplifa.“ Newman er reyndur lagahöfundur og hefur samið fyrir margar stórar poppstjörnur. Hefur hann meðal annars samið tónlist með Calvin Harris og bróður sínum John Newman. „Ég vil þakka aðdáendunum sem studdu mig í gegnum allt ferlið, þið gerðuð það þess virði. Þegar allt kemur til alls eruð þið fólkið sem ég geri þetta fyrir.“ Hér má sjá flutning Newman frá úrslitakvöldinu. Eurovision Bretland Tengdar fréttir Baráttumaður fyrir Brexit vill Bretland úr Eurovision Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær. 23. maí 2021 18:00 Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24 Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Newman flutti lagið Embers, sem hann samdi sjálfur og flutti á úrslitakvöldinu. Svo fór að hann hafnaði í 26. og neðsta sæti keppninnar með engin stig, hvorki frá dómnefndum né símakosningu áhorfenda. Þegar kynnar kvöldsins tilkynntu að Bretland fengi engin stig í keppninni í ár fagnaði þó salurinn Newman vel og innilega, sem sjálfur virtist taka tilkynningunni af æðruleysi. I know this is gutting, but the way the whole arena rallied around James Newman was a really touching #Eurovision pic.twitter.com/9U6cZDhgxT— Scott Bryan (@scottygb) May 22, 2021 Hann segist þakklátur fyrir keppnina, enda hafi hann lært mikið af öllum þeim sem fylgdu honum í ferlinu og komu að keppninni sjálfri. Þar sé fagfólk á ferð sem sé heiður að vinna með. „Þetta er besta fólkið í bransanum og ég fékk tækifæri til þess að vinna með þeim og deila þessari ótrúlegu reynslu sem ég er svo heppinn að hafa fengið tækifæri til þess að upplifa.“ Newman er reyndur lagahöfundur og hefur samið fyrir margar stórar poppstjörnur. Hefur hann meðal annars samið tónlist með Calvin Harris og bróður sínum John Newman. „Ég vil þakka aðdáendunum sem studdu mig í gegnum allt ferlið, þið gerðuð það þess virði. Þegar allt kemur til alls eruð þið fólkið sem ég geri þetta fyrir.“ Hér má sjá flutning Newman frá úrslitakvöldinu.
Eurovision Bretland Tengdar fréttir Baráttumaður fyrir Brexit vill Bretland úr Eurovision Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær. 23. maí 2021 18:00 Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24 Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Baráttumaður fyrir Brexit vill Bretland úr Eurovision Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær. 23. maí 2021 18:00
Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24