Innlent

Búið að slökkva í sinu­bruna í Akra­fjalli

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Reykinn lagði frá sinubrunanum í fjallinu.
Reykinn lagði frá sinubrunanum í fjallinu. Sigrún Jóhannsdóttir

Eldur kviknaði í sinu í Akrafjalli í morgun. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út rétt eftir klukkan tíu í morgun vegna brunans og er að yfirgefa vettvang núna

Þetta staðfestir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri, í samtali við fréttastofu. Hann segir að slökkvistarfi sé lokið og að það hafi gengið vel. Vindur á svæðinu hafi ekki verið mikill sem hafi hjálpað og auðvelt hafi verið að komast að brunanum.

„Við vorum tiltölulega fljótir að ná tökum á þessu en það tekur dálítinn tíma að tryggja að sinubruninn fari ekki af stað aftur og við erum búnir að vera uppi í fjalli til að fylgjast með þessu,“ segir Jens.

Hann segir að mjög þurrt sé á svæðinu þrátt fyrir að rignt hafi í gær.

„Það bleytti þó nokkuð í, það rigndi frá svona fjögur og fram yfir kvöldmat. Það virðist samt ekki hafa dugað til, það er mjög þurrt og mikil hætta á sinueldum.“

Jens segir að ekkert bendi til annars en að eldurinn hafi kviknað af sjálfsdáðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×