Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. maí 2021 09:31 Andrea og Hanna Lilja ræða um kvenheilsu í samstarfsverkefni sínu innan hlaðvarpsins Kviknar. Kviknar/Þorleifur Kamban „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. Í fyrsta þættinum af hlaðvarpsröð Kviknar & Gynamedica um kvenheilsu, ræddu Andrea hjá Kviknar og Hanna Lilja Oddgeirs hjá Gynamedica almennt um kvenlíkamanum og hvernig áhrif tíðahringur og hormónar hafa áhrif á okkur. „Verum svolítið mildar við okkur,“ segir Hanna Lilja. Í þættinum hvetja þær stúlkur og konur til að læra inn á líkama sinn og þær áhrif sem tíðahringurinn hefur. Andrea bendir líka á að konur ættu kannski að taka meira tillit til sín þegar kemur að líkamsrækt og erfiðum æfingum, hvort sem það er í afreksíþróttum eða heimsókn í líkamsræktarstöð. „Við getum bara verið mismunandi upplögð að fara á æfingu eftir því hvar í tíðahringnum við erum. En við erum oft ekkert að taka tillit til þess, við erum ekkert að hlusta.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Mikilvægt að ræða blæðingar Hanna Lilja segir að það sé nauðsynlegt að tala meira um blæðingar til að gera þetta meira eðlilegt. Sex til átta ára byrjar undirbúningurinn fyrir kynþroskann. Svo er mismunandi eftir stúlkum hvenær blæðingarnar byrja. Það þarf því snemma að byrja að tala um þessar breytingar á líkamanum við stúlkur. „Við þurfum að ræða allt í sambandi við blæðingar og líðan við stelpurnar okkar og að þær þurfi að taka tillit til tilfinninga og líkamsþroska og allt þetta og einnig þrifnað í kringum blæðingar og allt þetta,“ segir Andrea og Hanna Lilja tekur undir. „Það er bara mjög mikilvægt að taka þetta spjall. Þetta á ekki að vera neitt tabú eða viðkvæmt.“ Hanna Lilja telur að stelpur í dag séu mun upplýstari en eldri kynslóðir og ljóst sé að mun fleiri ræði þessi mál við dætur sínar í dag en á árum áður. Hún segir mikilvægt að ræða líka um sveiflurnar sem blæðingum fylgja. „Það er svo eðlilegt að okkur líði mismunandi.“ Hanna Lilja segir að þegar þessar breytingar byrja, jafnvel við sex til tíu ára aldur, sé alveg eðlilegt að það verði einhverjar breytingar á skapinu. „Svo fá þær illt í magann, eggjastokkarnir verða meira aktívir, hormónaframleiðslan í heiladinglinum fer að aukast og fer að senda skilaboð í eggjastokkana að þeir eigi að kveikja á sér, fara af stað. Þá fara kannski að myndast pínu eggbú og það getur verið pínu óþægilegt.“ Allt getur þetta gerst áður en stúlkur byrja á blæðingum. Hún segir mikilvægt að ræða þetta við stelpur og segja þeim að þetta sé ekkert hættulegt þó að þetta geti vissulega verið óþægilegt. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Kviknar Kvenheilsa Tengdar fréttir „Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
Í fyrsta þættinum af hlaðvarpsröð Kviknar & Gynamedica um kvenheilsu, ræddu Andrea hjá Kviknar og Hanna Lilja Oddgeirs hjá Gynamedica almennt um kvenlíkamanum og hvernig áhrif tíðahringur og hormónar hafa áhrif á okkur. „Verum svolítið mildar við okkur,“ segir Hanna Lilja. Í þættinum hvetja þær stúlkur og konur til að læra inn á líkama sinn og þær áhrif sem tíðahringurinn hefur. Andrea bendir líka á að konur ættu kannski að taka meira tillit til sín þegar kemur að líkamsrækt og erfiðum æfingum, hvort sem það er í afreksíþróttum eða heimsókn í líkamsræktarstöð. „Við getum bara verið mismunandi upplögð að fara á æfingu eftir því hvar í tíðahringnum við erum. En við erum oft ekkert að taka tillit til þess, við erum ekkert að hlusta.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Mikilvægt að ræða blæðingar Hanna Lilja segir að það sé nauðsynlegt að tala meira um blæðingar til að gera þetta meira eðlilegt. Sex til átta ára byrjar undirbúningurinn fyrir kynþroskann. Svo er mismunandi eftir stúlkum hvenær blæðingarnar byrja. Það þarf því snemma að byrja að tala um þessar breytingar á líkamanum við stúlkur. „Við þurfum að ræða allt í sambandi við blæðingar og líðan við stelpurnar okkar og að þær þurfi að taka tillit til tilfinninga og líkamsþroska og allt þetta og einnig þrifnað í kringum blæðingar og allt þetta,“ segir Andrea og Hanna Lilja tekur undir. „Það er bara mjög mikilvægt að taka þetta spjall. Þetta á ekki að vera neitt tabú eða viðkvæmt.“ Hanna Lilja telur að stelpur í dag séu mun upplýstari en eldri kynslóðir og ljóst sé að mun fleiri ræði þessi mál við dætur sínar í dag en á árum áður. Hún segir mikilvægt að ræða líka um sveiflurnar sem blæðingum fylgja. „Það er svo eðlilegt að okkur líði mismunandi.“ Hanna Lilja segir að þegar þessar breytingar byrja, jafnvel við sex til tíu ára aldur, sé alveg eðlilegt að það verði einhverjar breytingar á skapinu. „Svo fá þær illt í magann, eggjastokkarnir verða meira aktívir, hormónaframleiðslan í heiladinglinum fer að aukast og fer að senda skilaboð í eggjastokkana að þeir eigi að kveikja á sér, fara af stað. Þá fara kannski að myndast pínu eggbú og það getur verið pínu óþægilegt.“ Allt getur þetta gerst áður en stúlkur byrja á blæðingum. Hún segir mikilvægt að ræða þetta við stelpur og segja þeim að þetta sé ekkert hættulegt þó að þetta geti vissulega verið óþægilegt. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Kviknar Kvenheilsa Tengdar fréttir „Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
„Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“