Lífið

Ís­land gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Svissneska framlagið fékk tólf stig frá íslensku dómnefndinni. Hannes Óli vildi að Jaja Ding Dong fengi stigin tólf, en allt kom fyrir ekki.
Svissneska framlagið fékk tólf stig frá íslensku dómnefndinni. Hannes Óli vildi að Jaja Ding Dong fengi stigin tólf, en allt kom fyrir ekki. Samsett

Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

Hannes Óli kynnti dómarastig Íslands. Hann reyndi hvað hann gat til þess að veita Jaja Ding Dong, sem var eitt laganna í myndinni tólf stig. Hollensku kynnarnir kunnu að meta grínið en tjáðu honum þó að hann þyrfti að velja lag sem tók þátt í keppninni.

Svo fór að íslenska dómnefndin gaf Sviss tólf stig, Portúgal tíu og Búlgaríu átta. Þá fékk Ítalía sjö stig frá Íslandi, Frakkland sex, Finnland fimm, Grikkland fjögur, Úkraína þrjú, Rússland tvö og Malta eitt.

Hér að neðan má heyra Jaja Ding Dong í myndinni, að beiðni Hannesar Óla í hlutverki Olafs Yohannessonar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×