Innlent

Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu

Kristján Már Unnarsson skrifar
Max-þotan Mývatn lyftir sér af Reykjavíkurflugvelli með um 140 farþega um borð á leið til Akureyrar.
Max-þotan Mývatn lyftir sér af Reykjavíkurflugvelli með um 140 farþega um borð á leið til Akureyrar. Egill Aðalsteinsson

Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar.

Þetta var í fyrsta sinn sem Icelandair nýtti þessa flugvélartegund á innanlandsleiðum en hún flaug frá Reykjavík til Akureyrar nú síðdegis og var 29 mínútur á leiðinni í mótvindi. Hún flaug svo til baka frá Akureyri og lenti í Reykjavík á áttunda tímanum í kvöld.

Það var flugvélin Mývatn, TF-ICN, sem sinnti þessu verkefni. Hátt í 140 farþegar voru bókaðir í flugið frá Reykjavík og um 130 til baka frá Akureyri, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair.

Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þotuna taka á loft frá Reykjavíkurflugvelli áleiðis til Akureyrar:


Tengdar fréttir

Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag

Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair.

Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu

Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið.

Boeing 737 Max fá græna ljósið í Evrópu

Flugöryggisstofnun Evrópu hefur gefið græna ljósið á að Boeing 737 Max flugvélarnar geti flogið um loftin blá í Evrópu. Þar með er 22 mánaða banni á flugvélunum lokið í kjölfar tveggja flugslysa sem kostuðu 346 manns lífið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×