Unnur Ösp leikstýrir söngleik í Þjóðleikhúsinu Stefán Árni Pálsson skrifar 21. maí 2021 14:31 Unnur Ösp hefur tekið nokkur verk að sér í leikstjórn. Unnur Ösp leikstýrir glænýjum söngleik, Sem á himni, þar sem hópur 25 leikara og tólf manna hljómsveit mun flytja fagra tónlist. Kvikmyndin sem söngleikurinn er byggður á var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 2004. Verkið verður frumsýnt á næsta ári en söngleikurinn er byggður á verðlaunamynd sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna, og er sannkallaður óður til lífsins, listarinnar og ástarinnar, sem lætur engan ósnortinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Sem á himni er söngleikur sem leikur á allan tilfinningaskalann. Verkið gerist í litlu samfélagi á landsbyggðinni þar sem allir þekkja alla, og hver hefur innsýn í annars gleði og sorgir. Þegar heimsfrægur hljómsveitarstjóri, á hátindi ferils síns, sest óvænt að í þorpinu til að draga sig út úr skarkala heimsins þykir ýmsum tilvalið að fá hann til að stýra kirkjukórnum. Mikil tilhlökkun Þessi maður á sér sársaukaþrungin leyndarmál, en þegar tónlistin fer að óma af nýjum og áður óþekktum krafti í litla samfélaginu byrjar að losna um margt og lífið tekur óvænta stefnu. Sem á himni er hrífandi saga um hin sönnu verðmæti í lífinu, gildi vináttunnar og ástina. Söngleikurinn er byggður á geysivinsælli samnefndri sænskri bíómynd sem tilnefnd var til Óskarverðlauna. Höfundar eru Fredrik Kempe og Carin og Kay Pollak. „Það er mikil tilhlökkun að takast á við að setja á svið þennan yndislega söngleik á Stóra sviði Þjóðleikhússins, með öllu þessu magnaða listafólki,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Ég og við öll sem erum að undirbúa uppsetninguna erum gersamlega heilluð af tónlistinni. Þessi söngleikur er sannarlega hjartnæm innblástursbomba sem mun hrista upp í tilveru áhorfenda.“ Meðal leikstjórnarverkefna Unnar Aspar eru sýningarnar Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu og Mamma Mia í Borgarleikhúsinu. Unnur er meðal þeirra listamanna sem gengu á síðasta ári í hóp fastráðinna listamanna Þjóðleikhússins. Listrænir stjórnendur eru í fremstu röð: Leikstjórn: Unnur Ösp Stefánsdóttir Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson Þýðing: Þórarinn Eldjárn Danshöfundur: Lee Proud Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Æfingar hefjast nú í september en frumsýning er á nýju ári. Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Verkið verður frumsýnt á næsta ári en söngleikurinn er byggður á verðlaunamynd sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna, og er sannkallaður óður til lífsins, listarinnar og ástarinnar, sem lætur engan ósnortinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Sem á himni er söngleikur sem leikur á allan tilfinningaskalann. Verkið gerist í litlu samfélagi á landsbyggðinni þar sem allir þekkja alla, og hver hefur innsýn í annars gleði og sorgir. Þegar heimsfrægur hljómsveitarstjóri, á hátindi ferils síns, sest óvænt að í þorpinu til að draga sig út úr skarkala heimsins þykir ýmsum tilvalið að fá hann til að stýra kirkjukórnum. Mikil tilhlökkun Þessi maður á sér sársaukaþrungin leyndarmál, en þegar tónlistin fer að óma af nýjum og áður óþekktum krafti í litla samfélaginu byrjar að losna um margt og lífið tekur óvænta stefnu. Sem á himni er hrífandi saga um hin sönnu verðmæti í lífinu, gildi vináttunnar og ástina. Söngleikurinn er byggður á geysivinsælli samnefndri sænskri bíómynd sem tilnefnd var til Óskarverðlauna. Höfundar eru Fredrik Kempe og Carin og Kay Pollak. „Það er mikil tilhlökkun að takast á við að setja á svið þennan yndislega söngleik á Stóra sviði Þjóðleikhússins, með öllu þessu magnaða listafólki,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Ég og við öll sem erum að undirbúa uppsetninguna erum gersamlega heilluð af tónlistinni. Þessi söngleikur er sannarlega hjartnæm innblástursbomba sem mun hrista upp í tilveru áhorfenda.“ Meðal leikstjórnarverkefna Unnar Aspar eru sýningarnar Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu og Mamma Mia í Borgarleikhúsinu. Unnur er meðal þeirra listamanna sem gengu á síðasta ári í hóp fastráðinna listamanna Þjóðleikhússins. Listrænir stjórnendur eru í fremstu röð: Leikstjórn: Unnur Ösp Stefánsdóttir Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson Þýðing: Þórarinn Eldjárn Danshöfundur: Lee Proud Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Æfingar hefjast nú í september en frumsýning er á nýju ári.
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira