150 mega hittast og almenn grímuskylda heyrir sögunni til Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 11:05 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti afléttingu takmarkana vegna kórónuveirunnar eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm 150 mega koma saman frá og með næsta þriðjudegi og fyrstu skref verða tekin í að aflétta grímuskyldu. Þetta staðfesti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra rétt í þessu. Ríkisstjórnarfundi lauk nú fyrir stuttu þar sem tillögur sóttvarnalæknis um afléttingu takmarkana voru til umræðu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti nýjar reglur nú fyrir stuttu. Þessar nýju takmarkanir taka gildi næsta þriðjudag, 25. maí, og munu gilda fram til 16. júní hið minnsta. Fyrstu skrefin verða tekin í að aflétta grímuskyldu og nú verður grímuskylda aðeins í gildi á svæðum þar sem fólk er í merktum sætum, til dæmis á tónleikum, í leikhúsi, nuddi og klippingu og svo framvegis. Fólk mun hins vegar ekki þurfa að bera grímu í verslunum til dæmis. Á sitjandi viðburðum fara fjöldatakmarkanir upp í 300 manns og þá verður leyfilegur fjöldi aukinn í sundlaugum, á líkamsræktarstöðvum og á skíðasvæðum þannig að starfsemi verður óskert. Fólk mun þó þurfa að halda áfram að skrá sig í tíma en starfsemin verður að öðru leyti óskert. Tveggja metra reglan verður einnig tekin úr gildi á veitingastöðum sem Svandís segir mikilvægt fyrir rekstur þeirra. Veitingastaðir munu einnig fá að hafa opið lengur. Frá og með næsta þriðjudegi munu síðustu gestir fá að ganga inn klukkan 23 en allir þurfa að vera farnir út af veitingastöðum á miðnætti. Hér má sjá tilkynninguna frá heilbrigðisráðuneytinu í heild sinni: Fjöldatakmörk hækka í 150 manns og slakað verður á grímuskyldu og tveggja metra reglunni. Takmörkunum á gestafjölda sund- og baðstaða, skíða- og tjaldsvæða og safna verður aflétt og sömuleiðis á líkamsræktarstöðvum nema hvar þar mega að hámarki vera 150 manns í hverju rými. Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum fer úr 150 í 300 manns í hverju sóttvarnahólfi og veitingasala í hléi verður heimil. Veitingastöðum verður kleift að lengja afgreiðslutíma sinn til kl. 23. Í verslunum verður grímuskylda afnumin og regla um 200 manna hámarksfjölda viðskiptavina fellur úr gildi. Þetta er megininntak tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi frá og með 25. maí næstkomandi samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra og í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Reglugerð um þessar breytingar gildir til 16. júní. Sóttvarnalæknir segir í minnisblaði sínu til ráðherra þótt fá smit hafi greinst undanfarið sé ekki búið að uppræta kórónaveiruna úr samfélaginu. Því þurfi að fara varlega í afléttingar þar til bólusetning verður orðin almennari þannig að um 60–70% þjóðarinnar (um 220.000 manns) hafi fengið a.m.k. eina sprautu. Gera megi ráð fyrir að það markmið náist síðari hlutann í júní. Helstu breytingar sem taka gildi 25. maí: Hér eru raktar helstu breytingarnar sem taka gildi 25. maí. Athygli er vakin á því að núgildandi reglur um skráningu gesta og viðskiptavina gilda áfram óbreyttar. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Börn fædd 2015 og verða áfram undanþegin. Nándarregla: Tveggja metra nándarmörk verða áfram meginregla nema á veitingastöðum, sitjandi viðburðum, í skólastarfi og á sund- og baðstöðum þar sem nándarmörkin verða einn metri. Grímuskylda: Létt verður á grímuskyldu og hún fellur m.a. niður í verslunum og á vinnustöðum. Einungis er gerð krafa um grímu á sitjandi viðburðum, s.s. leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Einnig er skylt að bera grímu vegna þjónustu sem krefst mikillar nándar, t.d. á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Heilbrigðisstofnanir geta gert ríkari kröfur um grímunotkun. Sund- og baðstaðir, tjaldstæði, skíðasvæði og söfn mega opna fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi í stað kröfu um 75% áður. Líkamsræktarstöðvar mega opna miðað við leyfilegan hámarksfjölda gesta, í stað 75%, en þó þannig að ekki séu fleiri en 150 manns í hverju rými. Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda fer úr 150 í 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Veitingar, þ.m.t. vínveitingar heimilar í hléi. Hér gildir grímuskylda. Verslanir: Enginn hámarksfjöldi verður á viðskiptavinum í verslunum í stað 200 manns. Áfram verður þó regla um fjölda viðskiptavina á fermetra. Veitingastaðir: Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, frá kl. 22 til kl. 23. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir miðnætti. Skólastarf: Reglugerð um takmarkanir á skólastarfi fellur brott. Þess í stað gilda um skólastarf almennar reglur um samkomutakmarkanir. Hér er hægt að skoða minnisblað sóttvarnalæknis og reglugerð um breytingar í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ríkisstjórnarfundi lauk nú fyrir stuttu þar sem tillögur sóttvarnalæknis um afléttingu takmarkana voru til umræðu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti nýjar reglur nú fyrir stuttu. Þessar nýju takmarkanir taka gildi næsta þriðjudag, 25. maí, og munu gilda fram til 16. júní hið minnsta. Fyrstu skrefin verða tekin í að aflétta grímuskyldu og nú verður grímuskylda aðeins í gildi á svæðum þar sem fólk er í merktum sætum, til dæmis á tónleikum, í leikhúsi, nuddi og klippingu og svo framvegis. Fólk mun hins vegar ekki þurfa að bera grímu í verslunum til dæmis. Á sitjandi viðburðum fara fjöldatakmarkanir upp í 300 manns og þá verður leyfilegur fjöldi aukinn í sundlaugum, á líkamsræktarstöðvum og á skíðasvæðum þannig að starfsemi verður óskert. Fólk mun þó þurfa að halda áfram að skrá sig í tíma en starfsemin verður að öðru leyti óskert. Tveggja metra reglan verður einnig tekin úr gildi á veitingastöðum sem Svandís segir mikilvægt fyrir rekstur þeirra. Veitingastaðir munu einnig fá að hafa opið lengur. Frá og með næsta þriðjudegi munu síðustu gestir fá að ganga inn klukkan 23 en allir þurfa að vera farnir út af veitingastöðum á miðnætti. Hér má sjá tilkynninguna frá heilbrigðisráðuneytinu í heild sinni: Fjöldatakmörk hækka í 150 manns og slakað verður á grímuskyldu og tveggja metra reglunni. Takmörkunum á gestafjölda sund- og baðstaða, skíða- og tjaldsvæða og safna verður aflétt og sömuleiðis á líkamsræktarstöðvum nema hvar þar mega að hámarki vera 150 manns í hverju rými. Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum fer úr 150 í 300 manns í hverju sóttvarnahólfi og veitingasala í hléi verður heimil. Veitingastöðum verður kleift að lengja afgreiðslutíma sinn til kl. 23. Í verslunum verður grímuskylda afnumin og regla um 200 manna hámarksfjölda viðskiptavina fellur úr gildi. Þetta er megininntak tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi frá og með 25. maí næstkomandi samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra og í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Reglugerð um þessar breytingar gildir til 16. júní. Sóttvarnalæknir segir í minnisblaði sínu til ráðherra þótt fá smit hafi greinst undanfarið sé ekki búið að uppræta kórónaveiruna úr samfélaginu. Því þurfi að fara varlega í afléttingar þar til bólusetning verður orðin almennari þannig að um 60–70% þjóðarinnar (um 220.000 manns) hafi fengið a.m.k. eina sprautu. Gera megi ráð fyrir að það markmið náist síðari hlutann í júní. Helstu breytingar sem taka gildi 25. maí: Hér eru raktar helstu breytingarnar sem taka gildi 25. maí. Athygli er vakin á því að núgildandi reglur um skráningu gesta og viðskiptavina gilda áfram óbreyttar. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Börn fædd 2015 og verða áfram undanþegin. Nándarregla: Tveggja metra nándarmörk verða áfram meginregla nema á veitingastöðum, sitjandi viðburðum, í skólastarfi og á sund- og baðstöðum þar sem nándarmörkin verða einn metri. Grímuskylda: Létt verður á grímuskyldu og hún fellur m.a. niður í verslunum og á vinnustöðum. Einungis er gerð krafa um grímu á sitjandi viðburðum, s.s. leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Einnig er skylt að bera grímu vegna þjónustu sem krefst mikillar nándar, t.d. á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Heilbrigðisstofnanir geta gert ríkari kröfur um grímunotkun. Sund- og baðstaðir, tjaldstæði, skíðasvæði og söfn mega opna fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi í stað kröfu um 75% áður. Líkamsræktarstöðvar mega opna miðað við leyfilegan hámarksfjölda gesta, í stað 75%, en þó þannig að ekki séu fleiri en 150 manns í hverju rými. Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda fer úr 150 í 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Veitingar, þ.m.t. vínveitingar heimilar í hléi. Hér gildir grímuskylda. Verslanir: Enginn hámarksfjöldi verður á viðskiptavinum í verslunum í stað 200 manns. Áfram verður þó regla um fjölda viðskiptavina á fermetra. Veitingastaðir: Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, frá kl. 22 til kl. 23. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir miðnætti. Skólastarf: Reglugerð um takmarkanir á skólastarfi fellur brott. Þess í stað gilda um skólastarf almennar reglur um samkomutakmarkanir. Hér er hægt að skoða minnisblað sóttvarnalæknis og reglugerð um breytingar í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira