Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík hefst klukkan níu og markar lokin á tveggja ára formennsku Íslands í ráðinu. Hægt er að fylgjast með fundinum hér.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Andrean Sigurgeirsson, formaður og varaformaður Samtakanna 78, hvöttu í grein sem birtist á Vísi í gær, fólk til að koma saman fyrir utan Hörpu í dag og „mótmæla því óréttlæti og ofbeldi sem hinsegin fólk þarf að sæta af hálfu rússneskra stjórnvalda með því að hefja regnbogafánann á loft“.
