Innlent

Mót­mæla stefnu Rússa í mál­efnum hin­segin fólks við Hörpu

Atli Ísleifsson skrifar
Regnbogafáninn er áberandi fyrir utan Hörpu í dag.
Regnbogafáninn er áberandi fyrir utan Hörpu í dag. Vísir/Arnar

Hópur fólks mótmælir nú stefnu rússneskra stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks fyrir utan Hörpu í Reykjavík þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer nú fram. Í hópi fundargesta er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.

Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík hefst klukkan níu og markar lokin á tveggja ára formennsku Íslands í ráðinu. Hægt er að fylgjast með fundinum hér.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Andrean Sigurgeirsson, formaður og varaformaður Samtakanna 78, hvöttu í grein sem birtist á Vísi í gær, fólk til að koma saman fyrir utan Hörpu í dag og „mótmæla því óréttlæti og ofbeldi sem hinsegin fólk þarf að sæta af hálfu rússneskra stjórnvalda með því að hefja regnbogafánann á loft“.

Vísir/Arnar

Tengdar fréttir

Mót­­mæla stefnu stór­veldanna á meðan ráðherrarnir funda

Á meðan utan­ríkis­ráð­herrar Rúss­lands og Banda­ríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blin­ken, funda í Hörpu munu mót­mæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Sam­taka hernaðar­and­stæðinga. Ýmis fé­laga­sam­tök hafa í dag sent frá sér á­skorun til stór­veldanna um að láta af and­stöðu sinni við sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna um bann við kjarn­orku­vopnum og undir­rita hann sem fyrst.

„Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.