Lífið

Net­verjar bregðast við Euro­vision: Norski búningurinn „full­kominn í Fire Saga“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fyrri undankeppni Eurovision fer fram í kvöld.
Fyrri undankeppni Eurovision fer fram í kvöld. Vísir

Íslendingar leituðu að venju á Twitter í kvöld til þess að lýsa skoðunum sínum á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision sem fer fram í Rotterdam í kvöld.

Útsending keppninnar hófst klukkan 19 og fulltrúar sextán landa stíga á stokk í kvöld í þessari röð: Litháen, Slóvenía, Rússland, Svíþjóð, Ástralía, Norður-Makedónía, Írland, Kýpur, Noregur, Króatía, Belgía, Ísrael, Rúmenía, Aserbaídsjan, Úkraína og Malta.

Hægt er að fylgjast með framvindu keppninnar í vaktinni á Vísi, sem nálgast má hér að neðan. Þar er hægt að nálgast allar praktískar upplýsingar um keppnina auk spaugilegrar lýsingar fréttamanns Vísis sem fylgist með öllu sem fram fer.

En að viðbrögðum netverja:

Kolbrún Birna segist aldrei sætta sig við það að Ástralir fái að taka þátt í Eurovision. 

Felix saknar frelsisins. 

Margir virðast sammála um það að framlag Svía í ár, lagið Voices í flutningi Tusse, líki til framlags þeirra síðustu ára. 

Aðrir gera grín að nafni Tusse. 

Búningar Rússa vekja athygli.

Fólk er ósátt með framlag Íra.

Nikkie Tutorials, einn hollensku kynnanna, hefur vakið mikla lukku en hún er heimsþekkt fyrir YouTube-rásina sem hún heldur úti. 

Netverjum finnst Sigga Beinteinsdóttir greinilega lík Geike Arnaert söngkonunni sem flytur lagið fyrir Belgíu. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.