Hafa veikst alvarlega vegna rakaskemmda í húsnæði spítalans Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 13:27 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Vísir/vilhelm Dæmi eru um að starfsfólk Landspítala hafi veikst alvarlega vegna rakaskemmda og myglu í húsnæði spítalans. Rúmlega tuttugu starfsmenn leita til trúnaðarlæknis spítalans á ári vegna einkenna sem tengd eru rakaskemmdum í starfsumhverfi þeirra. Fram kemur í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar þingmanns Miðflokksins, sem birt var í gær, að sextán starfsstöðvar Landspítala hið minnsta hafi komið til skoðunar eða umræðu með tilliti til rakavanda frá árinu 2016. Að meðaltali um tuttugu starfsmenn spítalans hafi leitað árlega til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem þeir telji að geti stafað af myglu í starfsumhverfi. „Þegar við lítum á göngudeild sem sinnir þessum málum á Landspítala þá er kannski rúmlega sá fjöldi af starfsfólki sem leitar til göngudeildarinnar árlega, þannig að þetta er auðvitað vandamál,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítala. Aðalbyggingu Spítalans við Hringbraut hafa eftirfarandi svæði komið til umræðu eða skoðunar með tilliti til myglu eða rakaskemmda: A-, B-, C-, E-, G- og W-álmur, Kringlan, eldhúsbygging, kvennadeild, Barnaspítali Hringsins, rannsóknarhús 6 og 7, hús 14 og geðdeildarbygging.Vísir/vilhelm Spítalinn reyni eins og hann geti að halda vel utan um starfsfólk sem veikist á þennan máta. Heilsufarsvandi vegna rakavanda í atvinnuhúsnæði hefur hins vegar ekki verið skilgreindur sem atvinnusjúkdómur og því er ekki unnt að halda utan um þessi mál í kerfum spítalans og ríkisins, að því er fram kemur í svari heilbrigðisráðherra. Þannig er ekki haldið utan um það hversu mikið starfsfólk hefur verið fjarverandi frá vinnu vegna veikinda af þessum völdum. „En það gefur auga leið að ef rúmlega tuttugu manns á ári leita til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem tengjast þá hefur þetta áhrif á starfsgetu þess fólks, ábyggilega,“ segir Páll. „Það eru þekkt dæmi þess að fólk hefur haft alvarleg einkenni sem hafa verið tengd rakaskemmdum, teljum við og hefur ekki getað snúið til baka í það húsnæði sem það var áður, nema að búið sé að taka það húsnæði algjörlega í gegn. Það eru dæmi um slíkt eins og annars staðar í samfélaginu.“ Árlegur meðalkostnaður Landspítala vegna viðhalds rakaskemmda er tæpar níu hundruð milljónir á ári. „Við höfum verið með mikið átak í gangi við að bæta húsnæði spítalans. Við erum með töluvert meira fé til viðhalds húsnæðis og endurbóta síðustu árin heldur en var kannski fyrir áratug og rúmlega það. Og það hjálpar, enda höfum við eytt töluvert miklum fjármunum í það undanfarin ár í að laga rakaskemmt húsnæði,“ segir Páll. Landspítalinn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Fram kemur í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar þingmanns Miðflokksins, sem birt var í gær, að sextán starfsstöðvar Landspítala hið minnsta hafi komið til skoðunar eða umræðu með tilliti til rakavanda frá árinu 2016. Að meðaltali um tuttugu starfsmenn spítalans hafi leitað árlega til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem þeir telji að geti stafað af myglu í starfsumhverfi. „Þegar við lítum á göngudeild sem sinnir þessum málum á Landspítala þá er kannski rúmlega sá fjöldi af starfsfólki sem leitar til göngudeildarinnar árlega, þannig að þetta er auðvitað vandamál,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítala. Aðalbyggingu Spítalans við Hringbraut hafa eftirfarandi svæði komið til umræðu eða skoðunar með tilliti til myglu eða rakaskemmda: A-, B-, C-, E-, G- og W-álmur, Kringlan, eldhúsbygging, kvennadeild, Barnaspítali Hringsins, rannsóknarhús 6 og 7, hús 14 og geðdeildarbygging.Vísir/vilhelm Spítalinn reyni eins og hann geti að halda vel utan um starfsfólk sem veikist á þennan máta. Heilsufarsvandi vegna rakavanda í atvinnuhúsnæði hefur hins vegar ekki verið skilgreindur sem atvinnusjúkdómur og því er ekki unnt að halda utan um þessi mál í kerfum spítalans og ríkisins, að því er fram kemur í svari heilbrigðisráðherra. Þannig er ekki haldið utan um það hversu mikið starfsfólk hefur verið fjarverandi frá vinnu vegna veikinda af þessum völdum. „En það gefur auga leið að ef rúmlega tuttugu manns á ári leita til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem tengjast þá hefur þetta áhrif á starfsgetu þess fólks, ábyggilega,“ segir Páll. „Það eru þekkt dæmi þess að fólk hefur haft alvarleg einkenni sem hafa verið tengd rakaskemmdum, teljum við og hefur ekki getað snúið til baka í það húsnæði sem það var áður, nema að búið sé að taka það húsnæði algjörlega í gegn. Það eru dæmi um slíkt eins og annars staðar í samfélaginu.“ Árlegur meðalkostnaður Landspítala vegna viðhalds rakaskemmda er tæpar níu hundruð milljónir á ári. „Við höfum verið með mikið átak í gangi við að bæta húsnæði spítalans. Við erum með töluvert meira fé til viðhalds húsnæðis og endurbóta síðustu árin heldur en var kannski fyrir áratug og rúmlega það. Og það hjálpar, enda höfum við eytt töluvert miklum fjármunum í það undanfarin ár í að laga rakaskemmt húsnæði,“ segir Páll.
Landspítalinn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira